Áhlaupið rann út í sandinn

Áhlaupið á þinghúsið í Washington að áeggjan Donalds Trumps minnir okkur á þau fornu sannindi að vald spillir og algert vald gjörspillir. Með þeim orðum vísaði Acton lávarður til þess að of mikil völd á hendi eins leiðtoga hefðu tilhneigingu til þess að slæva siðferðisvitund hans þannig að hann gæti ekki lengur greint rétt frá […]

Áskoranir við opnun landamæra

Á mánudag verður ferðafólki frá þeim Evrópuríkjum sem eiga aðild að Schengen gefinn kostur á að fara í skimun fyrir COVID-19 veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skilyrða og leiðir vonandi til þess að landamærin opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar og […]

Bábiljur um orkupakka

Brátt hefst að nýju umræða á Alþingi um þriðja orkupakk­ann, sem hef­ur þegar verið rædd­ur meira en nokk­urt annað þing­mál í sög­unni, en mál­inu lýk­ur með at­kvæðagreiðslu í þing­inu 2. sept­em­ber. Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórn­völd­um og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við […]

Fríverslun við vonda menn?

Að tillögu Íslands samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna nýverið ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðu mála á Filippseyjum. Skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna var falið að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í landinu og verður sú úttekt að öllu óbreyttu lögð fyrir ráðið á næsta ári. Það er ánægjulegt að sjá Ísland beita sér […]

Árangurinn sem aldrei varð

Ísland mæl­ist of­ar­lega og gjarna efst á ýms­um mæli­kvörðum sem við not­um þegar við ber­um okkur sam­an við önn­ur lönd. Það er oft ánægju­legt að mæl­ast efst en alla lista er þó ekki eftirsóknarvert að toppa. Þar á meðal er það hvaða lönd eru með flókn­asta eft­ir­lits­reglu­verkið en Ísland mæl­ist þar hæst allra OECD-þjóða. Á […]

Enginn afsláttur af fullveldi

Efa­semd­ir um inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans byggj­ast á þeim mis­skiln­ingi að í hon­um fel­ist af­sal á yf­ir­ráðum yfir auðlind­um, framsal á full­veldi, skuld­bind­ing um lagn­ingu sæ­strengs og jafn­vel brot á stjórn­ar­skrá. Ekk­ert af þessu á hins veg­ar við rök styðjast. All­ir þeir aðilar sem unnið hafa að málinu, bæði stjórn­mála­menn og sér­fræðing­ar, eru sam­mála um að […]

Aldrei fleiri verið 100 ára

Þegar horft er yfir árið 2018 eru marg­ir sem minn­ast nei­kvæðra frétta bæði úr alþjóðamál­um og inn­an­lands­mál­um. Það er að mörgu leyti skilj­an­legt því þær eru fyr­ir­ferðarmeiri. Stríð og hung­ur eru frétt­næm­ari en friður og vel­meg­un. Það er oft gott að skoða hlut­ina í víðara sam­hengi og láta staðreynd­ir tala sínu máli. Það sem við […]

Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði

Það er mik­il­vægt að hér á landi sé til staðar þekk­ing og reynsla þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi borg­ar­anna, hvort sem er í hernaðarlegu eða borg­ara­legu til­liti. Hluti af því er að ræða með reglu­bundn­um hætti og af yf­ir­veg­un um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Það eru þó fleiri mik­il­væg­ir þætt­ir sem skipta máli. Þannig […]