Áhlaupið á þinghúsið í Washington að áeggjan Donalds Trumps minnir okkur á þau fornu sannindi að vald spillir og algert vald gjörspillir. Með þeim orðum vísaði Acton lávarður til þess að of mikil völd á hendi eins leiðtoga hefðu tilhneigingu til þess að slæva siðferðisvitund hans þannig að hann gæti ekki lengur greint rétt frá… Read More »Áhlaupið rann út í sandinn
Á mánudag verður ferðafólki frá þeim Evrópuríkjum sem eiga aðild að Schengen gefinn kostur á að fara í skimun fyrir COVID-19 veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skilyrða og leiðir vonandi til þess að landamærin opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar og… Read More »Áskoranir við opnun landamæra
Brátt hefst að nýju umræða á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem hefur þegar verið ræddur meira en nokkurt annað þingmál í sögunni, en málinu lýkur með atkvæðagreiðslu í þinginu 2. september. Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórnvöldum og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við… Read More »Bábiljur um orkupakka
Að tillögu Íslands samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna nýverið ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðu mála á Filippseyjum. Skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna var falið að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í landinu og verður sú úttekt að öllu óbreyttu lögð fyrir ráðið á næsta ári. Það er ánægjulegt að sjá Ísland beita sér… Read More »Fríverslun við vonda menn?
Ísland mælist ofarlega og gjarna efst á ýmsum mælikvörðum sem við notum þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Það er oft ánægjulegt að mælast efst en alla lista er þó ekki eftirsóknarvert að toppa. Þar á meðal er það hvaða lönd eru með flóknasta eftirlitsregluverkið en Ísland mælist þar hæst allra OECD-þjóða. Á… Read More »Árangurinn sem aldrei varð
Efasemdir um innleiðingu þriðja orkupakkans byggjast á þeim misskilningi að í honum felist afsal á yfirráðum yfir auðlindum, framsal á fullveldi, skuldbinding um lagningu sæstrengs og jafnvel brot á stjórnarskrá. Ekkert af þessu á hins vegar við rök styðjast. Allir þeir aðilar sem unnið hafa að málinu, bæði stjórnmálamenn og sérfræðingar, eru sammála um að… Read More »Enginn afsláttur af fullveldi
Þegar horft er yfir árið 2018 eru margir sem minnast neikvæðra frétta bæði úr alþjóðamálum og innanlandsmálum. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því þær eru fyrirferðarmeiri. Stríð og hungur eru fréttnæmari en friður og velmegun. Það er oft gott að skoða hlutina í víðara samhengi og láta staðreyndir tala sínu máli. Það sem við… Read More »Aldrei fleiri verið 100 ára
Það er mikilvægt að hér á landi sé til staðar þekking og reynsla þegar kemur að því að tryggja öryggi borgaranna, hvort sem er í hernaðarlegu eða borgaralegu tilliti. Hluti af því er að ræða með reglubundnum hætti og af yfirvegun um öryggis- og varnarmál. Það eru þó fleiri mikilvægir þættir sem skipta máli. Þannig… Read More »Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði