Ferðir á Norðurland

Ég hef undanfarið farið í nokkrar ferður á Norðurlandið. Í mars fór í skemmtilega ferð. Við Svanhildur Hólm flugum í Aðaldal og byrjuðum á aðalfundi á Grenjaðarstað ásamt Valgerði Gunnarsdóttur þingmanni. Þar áttum við gott spjall við sjálfstæðismenn. Við fengum frábæra gistingu hjá Margréti Hólm sem tók afskaplega vel á móti okkur á Húsavík. Þá fór Gunnar Hnefill með okkur að skoða alla uppbygginguna sem er í kringum Húsavík, heimsókn í framhaldsskólann, á bæjarskrifstofurnar og fleiri fyrirtæki sem eru að gera það gott á Húsavík. Fórum síðan á Akureyri og hittum þar gott fólk áður en við flugum heim.

Þá sótti Kjördæmisþing í Sveinbjarnargerði í apríl þar sem við fengum m.a. að fara í skoðunarferð í Vaðlaheiðargöng, áttum góðan fund og sátum fyrir svörum.