Ferðir á Norðurland

Ég hef undanfarið farið í nokkrar ferður á Norðurlandið. Í mars fór í skemmtilega ferð. Við Svanhildur Hólm flugum í Aðaldal og byrjuðum á aðalfundi á Grenjaðarstað ásamt Valgerði Gunnarsdóttur þingmanni. Þar áttum við gott spjall við sjálfstæðismenn. Við fengum frábæra gistingu hjá Margréti Hólm sem tók afskaplega vel á móti okkur á Húsavík. Þá fór Gunnar Hnefill með okkur að skoða alla uppbygginguna sem er í kringum Húsavík, heimsókn í framhaldsskólann, á bæjarskrifstofurnar og fleiri fyrirtæki sem eru að gera það gott á Húsavík. Fórum síðan á Akureyri og hittum þar gott fólk áður en við flugum heim.

Þá sótti Kjördæmisþing í Sveinbjarnargerði í apríl þar sem við fengum m.a. að fara í skoðunarferð í Vaðlaheiðargöng, áttum góðan fund og sátum fyrir svörum.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.