Ég gef kost á mér sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Fylgjast með baráttunni

Vertu með mér í baráttunni en ég mun ekki hika við að láta ykkur fylgjast með á bakvið tjöldin á samfélagsmiðlum og með reglulegum tölvupóstum af baráttunni.

Frestum ekki framtíðinni

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki efni á því að bíða. Við frestum ekki framtíðinni.

Við sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, borgin er rekin á yfirdrætti, flokkurinn þarf á því að halda að öðlast nýjan kraft og erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið!

Það er þess vegna sem ég býð mig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins.

Verkefnið er brýnt, við eigum að vera öflugri málsvarar sjálfstæðisstefnunnar, við eigum að leiða sterka stjórnarandstöðu við nýja ríkisstjórn, við eigum að fara sterk og samheldin inn í sveitarstjórnarkosningar og við eigum að leiða Reykjavík að nýju.

Við eigum líka að nýta tækifærið til að líta inn á við, sameinast um verkefnið framundan, gera tímabærar breytingar á flokksstarfinu til að laða að miklu stærri hóp, þora að stíga inn í framtíðina, hlusta á fólkið okkar og sætta ólík sjónarmið.

Við þurfum að tala við fólkið í landinu.

Ég ætla ekki að gefa mörg og stór loforð - en ég heiti ykkur því, að nái ég kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, mun ég leggja mig alla fram og virkja hvern einasta flokksmann til verka við að móta stefnuna og hrinda hugsjónum okkar í framkvæmd.

Það gerir þetta enginn einn. Breytingarnar sem þurfa að eiga sér stað, geta aðeins orðið með þátttöku allra sjálfstæðismanna og allra þeirra sem vilja vera hluti af næsta blómaskeiði Sjálfstæðisflokksins.

Þess vegna hef ég trú á verkefninu, vegna þess að við höfum stefnuna og við höfum fólkið í flokknum. Á ferðum mínum um landið allt, síðan ég var ritari fyrir áratug og sem þingmaður og ráðherra hef ég fundið fyrir því hvað við eigum öflugt fólk, í sveitastjórnum, grasrótinni, í fjölbreyttum störfum og með mikilvæga reynslu - á öllum aldri.


Ég mun leggja af stað að hitta ykkur enn á ný strax í þessari viku.

Fái ég til þess stuðning ykkar og traust þá er ég tilbúin til að standa í brúnni hjá leiðandi stjórnmálaafli sem blæs einstaklingum byr í brjóst.

Til að svo megi verða þá þurfum við að breyta. Hleypa fersku lofti inn. Þétta raðirnar og sameinast undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar.



Hver er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands árið 2010, BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-próf í lögfræði frá sama skóla árið 2017.


Áslaug Arna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi og laganemi á lögmannsstofunni Juris á árunum 2011 til 2016.


Árið 2015 var hún kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016 og gengdi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og gengdi formennsku í Íslandsdeild NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.


Áslaug var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019 og svo háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2021-2024. Áslaug situr nú á sínu þriðja kjörtímabili sem þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykvíkurkjördæmi suður.

Áslaug á ferð og flugi næstu daga


föstudagurinn 7. febrúar

17:00 Múlaþing, Íhaldið


laugardagurinn 8. febrúar

14:00 Reyðarfjörður, Safnaðarheimilið



Þinn stuðningur skiptir máli

Takk fyrir þinn stuðning í baráttunni.

Við þurfum sjálfboðaliða í ýmis konar verk ef þú hefur tök á að hjálpa okkur í baráttunni, skráðu þig þá hér í formið að neðan.

Þá viljum við auðvitað hvetja fólk út um allt land til þess að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, því að það er það sem þetta snýst allt um.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.  Um er að ræða derhúfur, stílabækur, penna og skyndihjálpartösku.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.