háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
ÁRANGUR FYRIR ÍSLAND
Margir foreldrar segja að þau hafi fundið tilganginn í lífinu þegar börnin þeirra fæddust.
Ég kynntist því í gegnum kærleika mömmu minnar hvað það er að elska börnin sín af öllu hjarta. Rétt fram yfir tvítugt ólst ég upp við umvefjandi móðurást. Ég upplifði gleðina þegar mamma fagnaði með okkur systkinunum. Stoltið þegar þau pabbi hjálpuðu okkur að ná settum markmiðum og sársaukann þegar mamma vissi að hún væri að kveðja okkur í hinsta sinn. Ég horfðist í augu við að hún yrði ekki með okkur á lífsins stærstu stundum.
Í gleði og sorg.
Mamma kenndi mér að lífið er hverfult. Og hún kenndi mér það líka að öll höfum við tilgang. Verkefnið er að finna hann.
Ástæðan fyrir því að ég hef valið að helga líf mitt stjórnmálum er einföld: Ég trúi á Ísland.
Ég er viss um að hér getur verið best að búa. Við erum komin vel á veg en við nýtum þekkingu og tækni ekki nægilega vel til að takast á við stórar samfélagslegar áskoranir. Sveiflurnar í hagkerfinu eru of miklar, störfin of einsleit og of stór hluti okkar besta fólks leitar tækifæranna frekar úti í heimi.
Við eigum að gera betur.
Við eigum að bæta samfélagið og efla lífskjörin enn frekar. Lykillinn að lausninni er að við virkjum miklu betur okkar dýrmætustu en um leið vannýttustu auðlind: hugvitið.
Þannig getum við náð árangri fyrir Ísland.
Það er mitt verkefni sem ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar.
Mitt loforð. Minn tilgangur.
Hún er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands árið 2010, BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-próf í lögfræði frá sama skóla árið 2017.
Áslaug Arna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi og laganemi á lögmannsstofunni Juris á árunum 2011 til 2016.
Árið 2015 var hún kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016 og gengdi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og gengdi formennsku í Íslandsdeild NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.
Áslaug var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019 og svo háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2021.