Funda vegna stefnu Trumps

Ég tel röksemdir og skýringar yfirvalda og forsetans vestanhafs fyrir þessum hörmulegu aðgerðum vera mjög ótrúverðugar. Þær eru harkalegar og ómannuðlegar og bitna á þeim sem síst skyldi.

Það er augljóst að íslensk stjórnvöld geta ekki haft bein áhrif á það sem gerist við landamæri Bandaríkjanna - en ég fyrir mitt leyti tel að við eigum að gera þær kröfur til Bandaríkjamanna að þeir sýni fólki mannúð og virðingu. Við gerum meiri kröfur til þeirra en margra annarra þjóða, eða höfum í það minnsta gert það hingað til.

Sja: http://www.visir.is/g/2018180629965/funda-vegna-stefnu-trumps?fbclid=IwAR1byvzoUPAFc0QUZ4lkGIUCBCqyt5Aam_haa-vOHTOF8alaa5DoSiJI0ak