Ég fundaði með Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregs í vikunni. Það var fróðlegt að heyra frá stjórnmálunum í Noregi, hennar sýn á heimsmálin, mikilvægi samstarfs landanna, orkumálin og fleira.
Hún þakkaði auðvitað sérstaklega fyrir heyið sem er ótrúlega mikil hjálp eftir mikla þurrkatíð, ég sagði auðvitað að það hefði verið best ef við hefðum getað gefið þeim smá rigningu og þau okkur smá sól, en á meðan það er ekki hægt þá er gott að geta hjálpað með úrvals heyi.