Fór í dag í heimsókn í Tækniskólann til að heyra frá skólastjórnendum og kynnast betur starfsemi skólans. Hildur Ingvarsdóttir er tekin við sem skólameistari af Jóni B. Snorrasyni. Bæði hafa þau einstaka sýn á menntamálin og tækifærin sem felast í framtíðinni og samstarfi við atvinnulífið. Þau eru að breyta skólanum mikið, meðal annars eru kennslurými að breytast, þau eru að opna framtíðarstofur, nýta fyrrverandi nemendur sem kennara og leiðbeinendur í hlutastarfi og hafa kennsluhætti nemendavænni. Það var gaman að hitta þau og með mér í för kom Katrín Atladóttir borgarfulltrúi en hún situr m.a. í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar.