Fundur Sameiginlegu þingmannanefndar ESB og Íslands

Í dag fór fram fundur Sameiginlegu þingmannanefndar ESB og Íslands hér á landi.

Á mörgu var að taka, utanríkismálum, sambandi Íslands og ESB, jafnréttismálum, EES samningnum, Brexit, tollamálum og svo mættu áfram telja.

Ég stýrði fundinum ásamt Catherine Stihler Evrópuþingmanni sem leggur sig mikið fram að rækta sambandið við Ísland. Bæði utanríkisráðherra og félagsmálaráðherra komu og áttu góðar umræður við fundarmenn.