Það var virkilega gaman að sækja landsfund Conservatives í Bretlandi. Áttum þar góða fundi við ráðherra og þingmenn um ýmis málefni sem tengja löndin og flokkana saman. Ásamt stöðunni í Brexit og sambandi landanna að því loknu.
Það var líka gott að sjá að fólk er farið að hugsa fram á við og til tækifæranna sem blasa við. Ég var líka ánægð með að May gat gert grín að sjálfri sér eftir frægt myndband af henni dansa í Kenya.