Annasamir síðustu þrír dagar.
Ég fór í heimsókn til Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem maður fékk ýmsa vitneskju um stöðuna, utanspítalaþjónustu, menntunarkröfur og réttindi, bráðaþjónustu og búnað og bíla.
Þá heimsóttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar fyrirtækið Artic Adventures sem hefur eflst með hverju árinu og sinna nú þúsundum ferðamanna í hverri viku með ýmsum ferðum, gistingu og fleira. Sjálf hef ég sótt ferðir hjá þeim innanlands og séð hversu vel er hugað að öllum málum hvort sem um ræðir umhverfis eða öryggismál en fyrst og fremst gæði.
Ég sótti einnig áhugaverðan fund Samtaka iðnaðarins um menntastefnu til að mæta færni framtíðarinnar. Það er búið að leggja mikinn metnað í að sýna fram á stöðu okkar iðnnáms (og tækni og starfsnáms) og hvar við getum gert miklu betur með tölulegum markmiðum.
Ég fór einnig í heimsókn til Samtaka atvinnulífsins þar sem Halldór Benjamín fór vel yfir stöðuna á vinnumarkaði og hvernig ákvarðanir í kjarasamningum geta haft áhrif á lífskjör.