Laugardaginn 6. október heimsótti ég Ölfus með opnum fundi í Þorlákshöfn. Það var gaman að fá tækifæri til að ræða við sjálfstæðismenn um tækifærin á svæðinu, stöðu og verkefni ríkisstjórnarinnar, málin mín og hugðarefni, frelsið og mikilvægi þess í öllum ákvörðunum okkar og fleira mætti áfram telja.
Nýr bæjarstjóri hefur þegar sett svip sinn á svæðið, Elliði Vignisson, og verður spennandi að fylgjast með því sem framundan er. Þá er ljóst að bæjarfulltrúararnir Gestur Þór, Rakel Sveinsdóttir (ásamt Grétari og Steinari) hafa mikinn metnað fyrir tækifærunum í Ölfusi.
Gangi ykkur vel og takk fyrir mig.