Fundur NB8 ríkjanna í Vilníus

Formenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna komu saman til fundar í Vilníus 29. október. Gestgjafi fundarins var formaður utanríkismálanefndar Litháenska þingsins, en samráðsfundir þessir eru haldnir til skiptis í ríkjunum átta.

Meginumræðuefni fundarins var löggjöf í löndunum í tengslum við áskorun í öryggismálum á þessum tímum þar sem ég fór m.a. yfir Þjóðaröryggisstefnuna og ráðið sem sett var á fót hér á landi 2016. Ásamt því fór fram umræða um reynslu á samstarfi alþjóðastarfs og utanríkismálanefnda og hvernig hægt er að auka skilvirkni og upplýsingaflæði milli þingmanna sem sinna alþjóðastarfi.

Sjá: https://www.facebook.com/aslaugarna/photos/pcb.1050147091822779/1050141595156662/?type=3&theater