Í kvöld mælti ég fyrir frumvarpi mínu um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili.
Með frumvarpinu er málsmeðferð vegna nálgunarbanns einfölduð og skilvirkni aukin.
- Réttarstaða brotaþola styrkt.
- Frekari greinarmunur gerður á tryggingarráðstöfunum og þvingunarráðstöfunum.
- ekki gerð skylda að bera öll mál undir dómstóla.
- mælt fyrir um vægari úrræði.
- lengdur tími lögreglu til að taka ákvörðun um nálgunarbann.
Markmiðið er að taka mið af reynslu og bæta meðferðina er varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún verði ekki eins þung í vöfum. Breytingarnar ýta undir það að nálgunarbann er nær því að vera tryggingarráðstöfun en þvingunarráðstöfun.
Frumvarpið má lesa hér fyrir nánari upplýsingar:
https://www.althingi.is/altext/149/s/0026.html
Sjá grein um málið: https://aslaugarna.is/2018/09/29/skilvirkari-log-um-nalgunarbann/
Sjá umræðu um málið: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20181106T190959