Fékk þann heiður að flytja lokaávarp á kvennafundi í breska þinginu. Ég ræddi þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum og hvernig upplifun mín af þeim málum er talsvert öðruvísi og mun betri en kvenna frá öðrum heimshlutum sem þarna sátu.
Þá sagði ég frá því hvernig íslenskar konur í stjórnmálum stigu fyrstar fram í #metoo byltingunni og kynnti fund kvenleiðtoga sem fram fer hér á landi 26-28. nóvember.
Ég hvatti að lokum konurnar sem voru frá 85 löndum í heiminum til að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti í sínum heimalöndum og að hætta aldrei að hvetja aðrar konur til að skapa sér pláss, taka þátt í stjórnmálum og hafa áhrif.
Ég fékk einnig tækifæri til að hitta Theresu May, forsætisráðherra Breta í Downing-stræti 10.