Myndband: frumvarp um nálgunarbann

Í haust lagði ég fram frumvarp um breytingar á framkvæmdinni varðandi meðferð beiðna um nálgunarbann þar sem tekið er mið af þeirri reynslu sem áunnist hefur. Nálgunarbann á að bæta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis og annarra þolenda ofbeldis og ofsókna. Markmiðið er að vernda þann sem brotið er á og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Samráð var m.a. haft við lögregluembætti og Kvennaathvarfið.

Ég tók upp stutt myndband til að útskýra breytingarnar sem ég er að leggja fram með frumvaprinu mínu:

https://www.facebook.com/aslaugarna/videos/2197181807196063/