Í gær skilaði starfshópur sem unnið hefur síðustu mánuði af sér hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Við fyrstu sýn eru þar margar góðar og nauðsynlegar tillögur til framtíðar.
Þar er m.a. lögð áhersla á lækkun skatta á fjármálafyrirtæki. Það eru fáir sem tengja það við skoðun sína um hve mikilvægt sé að draga úr vaxtamun á íslenskum fjármálamarkaði, en það að vilja lægri vexti en ekki lækka bankaskattinn er þversögn og sýndarmennska.
Það er stærðarhagkvæmni sem að miklu leyti veldur minni vaxtamun erlendis. Hvernig tengist það sértækum sköttum? Jú, við þurfum ekki að líta langt til að sjá að skattar á fjármálastarfsemi hér á landi eru margfalt hærri en í öðrum löndum, t.d. 11 sinnum hærri en í Danmörku og tæplega átta sinnum hærri en í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og svo mætti áfram telja.
Í hvítbókinni er þetta sett í nauðsynlegt samhengi. Fyrirhuguð lækkun bankaskatts mun skila fjármálafyrirtækjum álíka lækkun í rekstrarkostnaði og nemur 15% fækkun starfsfólks bankanna. Það jafngildir 400 stöðugildum hjá bönkunum þremur, 400 starfsmönnum.
Íslenskur fjármálamarkaður verður að búa við sömu reglur og skilyrði og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði. Áður en fólk fer að öskra af húsþökum hve mikil bilun það er að lækka bankaskatt væri ágætt að það skoðaði stærri myndina en notaði ekki bankann sem óvin landsmanna.
Stærðarhagkvæmni vegur þungt í bankarekstri og skýrir vaxtamun íslensku bankanna og norrænna. Skattarnir eiga stóran þátt í háum kostnaði neytenda. Það er ekki að ástæðulausu sem tillaga nefndarinnar sem skilaði þessari hvítbók sé um hraðari lækkun sértækra skatta en ráðgert er nú. En þar er einnig lögð áhersla á að draga úr víðtæku eignarhaldi ríkisins á bönkunum og það er einnig nauðsynlegt því að fjölbreytt eignarhald, rétt eins og fjallað er um í hvítbókinni, er til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu.
Nú fer málið í umsagnarferli og ég hlakka til að sjá tillögurnar verða að veruleika en fá hér einnig málefnalega umræðu í þingsal.
Ræða á Alþingi 11. desember 2018. Á hana má hlusta hér: Í gær skilaði starfshópur sem unnið hefur síðustu mánuði af sér hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Við fyrstu sýn eru þar margar góðar og nauðsynlegar tillögur til framtíðar.
Þar er m.a. lögð áhersla á lækkun skatta á fjármálafyrirtæki. Það eru fáir sem tengja það við skoðun sína um hve mikilvægt sé að draga úr vaxtamun á íslenskum fjármálamarkaði, en það að vilja lægri vexti en ekki lækka bankaskattinn er þversögn og sýndarmennska.
Það er stærðarhagkvæmni sem að miklu leyti veldur minni vaxtamun erlendis. Hvernig tengist það sértækum sköttum? Jú, við þurfum ekki að líta langt til að sjá að skattar á fjármálastarfsemi hér á landi eru margfalt hærri en í öðrum löndum, t.d. 11 sinnum hærri en í Danmörku og tæplega átta sinnum hærri en í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og svo mætti áfram telja.
Í hvítbókinni er þetta sett í nauðsynlegt samhengi. Fyrirhuguð lækkun bankaskatts mun skila fjármálafyrirtækjum álíka lækkun í rekstrarkostnaði og nemur 15% fækkun starfsfólks bankanna. Það jafngildir 400 stöðugildum hjá bönkunum þremur, 400 starfsmönnum.
Íslenskur fjármálamarkaður verður að búa við sömu reglur og skilyrði og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði. Áður en fólk fer að öskra af húsþökum hve mikil bilun það er að lækka bankaskatt væri ágætt að það skoðaði stærri myndina en notaði ekki bankann sem óvin landsmanna.
Stærðarhagkvæmni vegur þungt í bankarekstri og skýrir vaxtamun íslensku bankanna og norrænna. Skattarnir eiga stóran þátt í háum kostnaði neytenda. Það er ekki að ástæðulausu sem tillaga nefndarinnar sem skilaði þessari hvítbók sé um hraðari lækkun sértækra skatta en ráðgert er nú. En þar er einnig lögð áhersla á að draga úr víðtæku eignarhaldi ríkisins á bönkunum og það er einnig nauðsynlegt því að fjölbreytt eignarhald, rétt eins og fjallað er um í hvítbókinni, er til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu.
Nú fer málið í umsagnarferli og ég hlakka til að sjá tillögurnar verða að veruleika en fá hér einnig málefnalega umræðu í þingsal.
Ræða á Alþingi 11. desember 2018. Á hana má hlusta hér: https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20181211T133141&fbclid=IwAR3s4eE8z91hAmyrMvtWebhLz8WWyr0YO590xahpVoPAw3hTHbTVqPE4B1A