Áfram að markinu

Margt bend­ir til þess að aðgerðir al­manna­varna gegn heims­far­aldr­in­um, COVID-19, séu að bera ár­ang­ur hér á landi. Þjóðin er sam­hent í viðbrögðum sín­um og lang­flest­ir hlýða fyr­ir­mæl­um sótt­varna­lækn­is um breytt hegðun­ar­mynst­ur. Þríeykið Víðir, Alma og Þórólf­ur stend­ur í stafni og miðlar upp­lýs­ing­um og fræðslu á dag­leg­um blaðamanna­fund­um. Allt er þetta uppörv­andi og til fyr­ir­mynd­ar. Þau, sem og aðrir fram­lín­u­starfs­menn og al­menn­ing­ur, eiga hrós skilið fyr­ir ár­ang­ur­inn fram að þessu.

Við meg­um þó ekki missa sjón­ar á mark­miðinu, sem er að kom­ast sem fyrst út úr þess­ari vá. Ekki verður fram­hjá því horft að á annað þúsund manns hafa smit­ast, meira en þúsund eru í ein­angr­un og fjöldi fólks hef­ur veikst mjög al­var­lega og ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­hús­um. Fimm hafa látið lífið hér á landi af völd­um far­ald­urs­ins. Því er mjög mik­il­vægt að fara að ráðum sótt­varna­lækn­is um handþvott, að halda sig í minnst tveggja metra fjar­lægð frá öðrum og virða tak­markað sam­komu­hald.

Við höf­um verið hvött til þess að halda okk­ur sem mest heima og forðast ferðalög um pásk­ana. Þetta eru mik­il­væg­ar ábend­ing­ar og ástæða til að fara eft­ir þeim. Ef það er eitt­hvað sem við Íslend­ing­ar kunn­um vel þá er það að taka hlut­un­um af þraust­seigju og gera það besta úr aðstæðum hverju sinni. Það er ekki auðvelt að hitta ekki sína nán­ustu, til dæm­is ömm­ur og afa, það er ekki auðvelt að hafa ofan af fyr­ir börn­um sem eru vön sinni rútínu og þannig mætti áfram telja. Lífið er í öðrum far­vegi en við eig­um að venj­ast.

Við þurf­um aft­ur á móti að fara í gegn­um þenn­an skafl sam­an og af okk­ar ís­lenska æðru­leysi. Við höf­um þegar séð fjöl­marga brydda upp á ým­iss kon­ar afþrey­ingu. Fjöl­skyld­ur spila meira en áður, horfa sam­an á skemmti­legt sjón­varps­efni, fara sam­an út í göngu­túra og svo fram­veg­is. Við höf­um sett okk­ur það skemmti­lega mark­mið að slá heims­met í lestri og mögu­leik­arn­ir á ann­arri afþrey­ingu eru marg­ir þótt aðrir séu tak­markaðir.

Við eig­um lík­lega aldrei eft­ir að gleyma þessu ári, ár­inu sem ferm­ing­un­um var frestað, íþrótt­irn­ar fóru í langa pásu og við gát­um ekki farið neitt um pásk­ana. Fyr­ir suma verða minn­ing­arn­ar erfiðari, til dæm­is vegna heilsu­fars­brests og at­vinnum­issis. En við get­um von­andi öll munað eft­ir því hvernig við fór­um í gegn­um þetta. Því með okk­ar mikla bar­áttu­anda mun­um við fara í gegn­um þetta. Hag­kerfið mun taka við sér á ný, við get­um hugað að ferðalög­um, við mun­um meta hlut­ina öðru­vísi, við mun­um meta okk­ar nán­ustu enn bet­ur og við mun­um kunna að meta lífið með öðrum hætti.

Í bili skul­um við hlýða Víði og vera heima um pásk­ana. Það er eitt af fyrstu skref­un­um í átt að mark­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. apríl 2020.