Heimurinn stækkar í Háskóla

Kára gekk ekk­ert sér­stak­lega vel í skóla en staulaðist ein­hvern veg­inn í gegn­um þetta. Sitj­andi und­ir pressu frá for­eldr­um fór hann þó í gegn­um fram­halds­skóla. Það var bæri­legt af því að nokkr­ir vin­ir hans voru þar líka. Þetta hafðist loks­ins en það tók hann fimm ár að fá hvítu húf­una á koll­inn. Hann var stolt­ur af áfang­an­um en hik­andi, því hann var ekki al­veg viss hvað tæki við og ekki hvort eða hvernig stúd­ents­prófið myndi nýt­ast. Þó flest­ir segðu há­skóla­nám vera mik­il­vægt var hann ekki til­bú­inn strax.

Svona sög­ur þekkj­um við flest. Íslensk­ir strák­ar virðast marg­ir sjá lít­inn til­gang með auknu námi. Þar af leiðandi leiðist þeim mörg­um á meðan nám­inu stend­ur. Það er stórt verk­efni að þeir upp­lifi skýr­an til­gang með námi og sjái fyr­ir að það greiði þeim far­veg inn í spenn­andi framtíð, fleiri tæki­færi og efli getu þeirra sam­hliða líðan og virkni.

Staðreynd­in er sú að á Íslandi út­skrif­ast tals­vert færri úr há­skól­um en í lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við. Þar mun­ar ein­ung­is um strák­ana. Þeir eru ekki í meira mæli í iðn- og verk­námi hér á landi, held­ur eig­um við Evr­ópu­met í að þess­ir ungu strák­ar séu ekki í neinu námi. Jafn mik­il­vægt er að fólki fjölgi líka í iðn- og verk­námi.

Í dag fer af stað hvatn­ing til að brýna fólk, þá sér­stak­lega stráka, til að skrá sig í há­skóla og sjá tæki­fær­in sem felst í því að mennta sig. Yf­ir­skrift­in er: „Heim­ur­inn stækk­ar í há­skóla“. Átakið bygg­ist á könn­un sem gerð var meðal þeirra sem eru nú að út­skrif­ast úr fram­halds­skól­um og viðtöl­um við stráka á svipuðum aldri. Niður­stöðurn­ar eru slá­andi en koma því miður ekki á óvart. Kynjamun­ur­inn er tölu­verður þegar t.d. kem­ur að ástæðum þess að ungt fólk frest­ar þess að fara í há­skóla­nám. Strák­arn­ir ætla í ótíma­bundið leyfi frá námi og mun fleiri strák­ar en stelp­ur telja sig ekki hafa efni á því að fara í nám og fresta því um sinn. Frest­un sem því miður verður of oft til þess að þessi ein­stak­ling­ar skila sér aldrei í aukið nám.

Kári, sem fjallað var um hér í upp­hafi, áttaði sig á því að það opn­ast ný tæki­færi við há­skóla­nám. Þess vegna vilj­um við hvetja stráka til að grípa tæki­fær­in núna, fresta því ekki um of og njóta frels­is­ins og alls þess já­kvæða sem fylg­ir há­skóla­námi. Það er hægt að hefja há­skóla­nám án þess að vera bú­inn að ákveða ná­kvæm­lega hvað þú ætl­ar að verða þegar þú verður stór. Sam­fé­lagið vant­ar fleiri menntaða sér­fræðinga í fjölda spenn­andi starfa í fjöl­breytt­um at­vinnu­grein­um. Tæki­fær­in hafa lík­lega aldrei verið fleiri og fjöl­breytt­ari.

Ég hvet okk­ur öll til þess að taka þátt og hvetja strák­ana okk­ar í nám. Það er hags­muna­mál okk­ar allra og sam­fé­lags­ins að þeir finni áhuga sín­um far­veg og grípi tæki­fær­in sem fel­ast í mennt­un.

Greinin „Heimurinn stækkar í Háskóla” birtist í Morgunblaðinu 8. maí 2023.