Sófaspjall á Selfossi

Á sunnudaginn ætla ég að spjalla við unga fólkið á Selfossi. Vel til fundið hjá Hersi, félagi ungra sjálfstæðismanna á Selfossi að boða til slíks fundar sem er oft þægilegur til að ræða hin ýmsu málefni sem brenna á unga fólkinu okkar. Viðburðinn má sjá hér.

Fundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins

Ég var gestur á opnum laugardagsfundi Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll 24. nóvember þar sem ég ræddi mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs í tengslum við menntakerfið og frumvarp mitt um bætta stöðu iðnmenntunar.

Fullveldi og þjóðaröryggi

Ég flutti ræðu á ráðstefnu þjóðaröryggisráðs og Alþjóðamálastofnunar um fullveldi og þjóðaröryggi föstudaginn 23. nóvember. Ég lagði áherslu á lýðræði og viðskipti. Sagan sýnir að lýðræðisþjóðir og þau ríki sem eiga sameiginlega hagsmuni eru líklegri til að vilja eiga friðsamleg samskipti sín á milli. Meginforsendur friðar í Evrópu sl. 70 ár eru að ríkin sem […]

Fundur í Hafnarfirði: Menntun til framtíðar

Ég var gestur á morgunfundi í Hafnarfirði 17. nóvember þar sem ég ræddi tækifærin í menntakerfinu til framtíðar, stöðu iðnnáms, frumvarpið mitt um jafna stöðu sveins- og stúdentsprófs og aðrar áskoranir. Margir mættu á fundinn þrátt fyrir aftaka veður. Gaman var að heyra frá bæjarstjóranum, Rósu Guðbjartsdóttur og fleiri bæjarfulltrúum um skólastarfið í Hafnarfirði, áhersluna […]

Ætl­un­in að styrkja rétt­ar­stöðu brotaþola

Hér er umfjöllun um þingmannafrumvarpið mitt um breytingar á lögum um nálgunarbann, þær ýta m.a. und­ir það að nálg­un­ar­bann sé nær því að vera trygg­ing­ar­ráðstöf­un en þving­un­ar­ráðstöf­un og miða að því að létta á málsmeðferð. Frétt mbl.is.

Fundur NB8 ríkjanna í Vilníus

Formenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna komu saman til fundar í Vilníus 29. október. Gestgjafi fundarins var formaður utanríkismálanefndar Litháenska þingsins, en samráðsfundir þessir eru haldnir til skiptis í ríkjunum átta. Meginumræðuefni fundarins var löggjöf í löndunum í tengslum við áskorun í öryggismálum á þessum tímum þar sem ég fór m.a. yfir Þjóðaröryggisstefnuna og ráðið […]

Frumvarp um breytingar á lögum um háskóla

Ég lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um háskóla og opinbera háskóla. Frumvarpið má kynna sér hér: https://www.althingi.is/altext/149/s/0308.html

Skýrsla um geðheilbrigðismál

Tók þátt í umræðu um geðheilbrigðisstefnuna og skýrslu heilbrigðisráðherra: https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20181025T143424&horfa=1

Atkvæðagreiðsla um hinsegin málefni á þingi IPU

Það var ekki skemmtilegt að sitja undir atkvæðagreiðslu um hvort málefni hinsegin fólks mættu koma til umræðu á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í gær. Fagnaðarlætin þegar tillagan var felld og ákefð landanna að þessi málefni kæmust ekki á dagskrá var ótrúleg. Nú er verk að vinna, enn er langt í land og okkar verkefni er að halda […]

Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu

Ég sótti sem formaður utanríksimálanefndar Alþingis þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu ESB sem haldin var í Vín. Með mér í för voru þingmenn úr utanríkismálanefnd, Ari Trausti, Þorgerður Katrín og Gunnar Bragi. Þát­tak­end­ur í ráðstefn­unni eru ríki sam­bands­ins auk þeirra Evr­ópu­ríkja sem eru utan þess en aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), Íslands, Nor­egs og Tyrk­lands. […]