Sósíalisminn er fullreyndur

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Múrinn var öðru fremur tákn um mannvonsku og grimmd og í raun birtingarmynd sósíalismans. Með falli hans leið undir lok hugmyndafræði sem haldið hafði þjóðum Austur-Evrópu föngnum áratugum saman. Á sama tíma blómstraði efnahagur flestra ríkja vestan járntjaldsins. Íbúar Austur-Þýskalands, Ungverjalands, Tékklands, Póllands, Eystrasaltsríkjanna, Rúmeníu […]

Leiðin liggur upp á við

Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist. Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenska hagkerfið sem birt var í vikunni. Hér hefur verið hagvöxtur á liðnum árum, atvinnuleysi lítið og verðbólga lág. Það er hægt að mæla […]

Falið útvarpsgjald

Það er eðli­legt að fram fari umræða um stöðu fjöl­miðla hér á landi enda er staða sjálf­stæðra fjöl­miðla í mörg­um til­vik­um slæm. Mennta­málaráðherra hef­ur kynnt frum­varp og hug­mynd­ir að breyt­ing­um á fjöl­miðlaum­hverf­inu. Á meðan marg­ir vilja styrkja og efla sjálf­stæða fjöl­miðla eru það færri sem nefna fíl­inn í her­berg­inu, Rík­is­út­varpið. Erfitt rekstr­ar­um­hverfi annarra fjöl­miðla or­sak­ast […]

Forsenda framfara

Sterkt atvinnulíf og öflugar útflutningsgreinar eru undirstaða íslensks samfélags og þeirrar velferðar sem við búum við. Verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma er að ákveða með hvaða hætti við rekum samfélagið okkar með það fyrir augum að bæta lífskjör og auka verðmætasköpun. Stefna Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum er að búa svo um hnútana að hið opinbera […]

Nærbuxnaverslun ríkisins

Fjölmiðlarekstur, flutningastarfsemi, fjármálaþjónusta, póstburður, orkuframleiðsla, orkusala, heilbrigðisþjónusta og verslunarrekstur. Allt eru þetta dæmi um starfsemi sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna – enda gera þeir það á hverjum degi. Á sama tíma á ríkið beina aðkomu að öllum þessum atvinnugreinum, í flestum tilvikum í samkeppni við einkaaðila. Það vekur oft athygli – og furðu […]

Mikilvægur árangur

Friður á vinnu­markaði án efa einn mik­il­væg­asti ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar litið er yfir ný­af­staðinn þing­vet­ur. Marg­ir töldu að hörð átök og verk­föll yrði stærsta áskor­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hún var að vissu leyti, en niðurstaðan var sú að gerðir voru samn­ing­ar á traust­um grunni, með lækk­un tekju­skatts og mik­il­væg­ari hag­vaxt­arteng­ingu sem samþætt­ar hags­muni at­vinnu­rek­enda og starfs­manna […]

Við erum ríkust allra þjóða

Íslend­ing­um finnst alltaf áhuga­vert að tala um veðrið. Þegar ætt­ing­ar eða vin­ir hringja á milli landsvæða er al­gengt að spurt sé um veðrið í upphafi eða um mitt sím­tal. Við deil­um mynd­um á sam­fé­lags­miðlum þegar fjalls­hlíðarn­ar verða grá­ar, þegar bíla­stæðin fyll­ast af snjó og þegar úf­inn sjórinn æðir yfir brim­g­arðana í mesta rok­inu – og […]

Vannýtt tekjuúrræði?

Það er áhuga­vert að fylgj­ast með umræðum um breyting­ar á fjár­mála­stefnu rík­is­ins fram til árs­ins 2022. Ég ætla þó ekki að þreyta les­end­ur með ít­ar­legri upptaln­ingu á því sem þarf að taka til end­ur­skoðunar og end­ur­mats vegna breyttra aðstæðna í efna­hags­líf­inu. Aft­ur á móti sjá og vita þeir sem vilja að burt­séð frá því hversu […]

Mál sem skipta máli

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif […]

Lausn sem virkar

Eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í útborgun. Þessar leiðir tóku gildi […]