Undirboð stjórnmálamanna

Eins og gef­ur að skilja hef­ur gjaldþrot WOW air áhrif á líf margra. Gjaldþrot fyr­ir­tækja eru alltaf sársauka­full fyr­ir þá sem eiga hlut að máli – ekki aðeins fyr­ir eig­end­ur og lán­ar­drottna held­ur ekki síður fyr­ir starfs­menn og fjöl­skyld­ur þeirra. Þegar um­svifa­mikið og stórt fyr­ir­tæki líkt og WOW fer í þrot snert­ir það svo gott […]

Nýsköpun er ekki tískuorð

Við þurf­um sí­fellt að horfa til framtíðar. Um leið hug­um við að því hvernig við mót­um framtíðina og hvernig hún mót­ar okk­ur á móti. Ein af áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir felst í því hvernig sam­setn­ing mann­fjöld­ans er að breyt­ast hér á landi. Við erum ekki ein. Aðrar þjóðir standa einnig frammi fyr­ir því […]

Skýrari skattgreiðslur

Launa­menn með tekj­ur upp að um 745 þús. kr. á mánuði greiða hærri fjár­hæð af laun­um sín­um í útsvar til sveit­ar­fé­laga en þeir greiða í tekju­skatt til rík­is­sjóðs. Til dæm­is greiðir ein­stak­ling­ur með 500 þús. kr. í mánaðarlaun um 49.300 kr. í tekju­skatt að frá­dregn­um per­sónu­afslætti en tæp­ar 67.900 kr. í út­svar. Ein­stak­ling­ur með 300 […]

Ríkið þarf ekki að reka flugvöll

Verklegar framkvæmdir á vegum opinberra aðila munu ef fer sem horfir nema um 128 milljörðum króna á þessu ári. Þar er um að ræða verkefni á vegum ríkisins, ríkisstofnana, ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga. Frá þessu var greint á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. Á þessu eru kostir og gallar. Framkvæmdirnar eru mikilvægt innlegg í hagkerfið […]

Barið á bönkunum

Hvergi í hinum vestræna heimi er jafn stór hluti fjármálakerfisins í eigu hins opinbera og á Íslandi. Ríkið á tvo viðskiptabanka, rekur Íbúðarlánasjóð sem hefur kostað ríkið stórfé, að ógleymdri Byggðastofnun. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði eiga sér að hluta eðlilegar skýringar. Í eftirleik falls bankanna eignaðist ríkið viðskiptabankana, bæði við endurreisn þeirra og sem hluta […]

Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði

Það er mik­il­vægt að hér á landi sé til staðar þekk­ing og reynsla þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi borg­ar­anna, hvort sem er í hernaðarlegu eða borg­ara­legu til­liti. Hluti af því er að ræða með reglu­bundn­um hætti og af yf­ir­veg­un um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Það eru þó fleiri mik­il­væg­ir þætt­ir sem skipta máli. Þannig […]

Afnemum stimpilgjald

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði ný­lega fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un í húsnæðismál­um, þar sem lagt er til að brugðist sé við al­var­legu ástandi og að stjórn­völd komi að bygg­ingu 5.000 leigu­íbúða til að mæta skorti á húsnæði. Skila­boðin eru skýr; formaður Samfylking­ar­inn­ar hef­ur ekki trú á því að vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík standi við skyldu sína um […]

Vöndum okkur

Alþingi kem­ur sam­an í dag. Kom­andi þing­vet­ur er spenn­andi en jafn­framt blasa við stór­ar áskor­an­ir um að halda við þeim efna­hags­stöðug­leika sem náðst hef­ur á liðnum árum. Sá ár­ang­ur er ekki sjálf­sagður. Kaup­mátt­ur er meiri en hann var 2007, laun eru há, verðbólga er lág og at­vinnu­leysi er lítið. Þenn­an ár­ang­ur þarf að verja en […]

Borgarbúar tapa í stækkandi stjórnkerfi

Síðustu mánuðir hafa ekki verið góðir fyr­ir stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar eins og dæm­in sýna. Ný­lega féll dóm­ur þar sem Reykja­vík­ur­borg var dæmd til að greiða starfs­manni skaðabæt­ur vegna fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara í garð hans. Í júlí komst kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála að þeirri niður­stöðu að borg­in hefði brotið jafnrétt­is­lög við ráðningu borg­ar­lög­manns í fyrra. Vinnu­eft­ir­litið […]

Það skiptir máli hverjir stjórna

Upp­bygg­ing innviða, upp­bygg­ing heil­brigðisþjón­ustu, öfl­ugri rekst­ur hins op­in­bera og lækk­un skatta. Allt eru þetta ein­kenni fjár­mála­áætl­un­ar næstu fimm ára sem rík­is­stjórn­in kynnti í síðustu viku og þá er list­inn ekki tæmd­ur. Eitt mik­il­væg­asta atriðið í fjár­mála­áætl­un­inni er lækk­un skulda hins op­in­bera. Hún hef­ur gengið hraðar en mark­mið voru um, það hef­ur leitt af sér lægri […]