Nú stendur yfir alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Gærdagurinn markaði upphaf átaksins sem ætlað er að hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið allt standi saman gegn slíku ofbeldi og knýi á um afnám þess. Þetta árið beinist átakið að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á kynbundið ofbeldi. Vitað er að þær aðgerðir sem… Read More »Ábyrgð og aðgerðir
Stafræn tækni hefur umbylt samskiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Dæmi um þetta er þegar stafræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga. Þetta… Read More »Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum
Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál þar sem einstaklingar hafa verið beittir ofbeldi, sætt ofsóknum eða hótunum og í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann sem ofbeldinu beitir. Um sum þessara mála hefur verið fjallað í fjölmiðlum en þau eru þó talsvert fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Nálgunarbannið er ráðstöfun… Read More »Vernd gegn umsátri
Kvennaathvarf á Norðurlandi verður opnað í fyrsta sinn í dag. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta dvalið á heimili sínu vegna ofbeldis. Mikilvægt er að tryggja íbúum á landsbyggðinni aðgengi að þjónustu vegna heimilisofbeldis. Hér er um tilraunaverkefni að ræða og þörfin á slíku úrræði… Read More »Vernd gegn ofbeldi
Sérstakt ákall um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum var samþykkt á fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á fundi stofnunarinnar í París í síðustu viku. Átján aðildarríki standa að ákallinu, þar á meðal Ísland. Ég sat í pallborði á fundinum og greindi þar meðal annars frá breyttu verklagi lögreglu á Íslandi, mikilvægi þess að skoða… Read More »Ákall og aðgerðir
Á undanförnum árum hafa komið fram alvarlegar ábendingar í skýrslum, rannsóknum, umfjöllun fjölmiðla og ekki síst beint frá brotaþolum kynferðisafbrota, að þeir taki meðvitaða ákvörðun um að kæra ekki brotin. Ein af ástæðunum er sú að þeir treysta ekki réttarvörslukerfinu. Slíkt er óboðlegt í íslensku réttarríki. Hér er um alvarlega brotalöm að ræða sem brýnt… Read More »Ekki bara málsnúmer
Þegar ég sest niður til að skrifa grein eða pistil um stjórnmál byrja ég á því að velta því fyrir mér hvaða málefni skuli taka fyrir eða hvaða pólitísku skilaboðum ég vil koma á framfæri. Ég geri ráð fyrir að flestir stjórnmálamenn hugsi þannig. Stundum eru þó einhver önnur mál sem koma upp og mann… Read More »Með vinsemd og virðingu
Flestir þekkja hugtakið um nálgunarbann þó ekki farið mikið fyrir því í daglegri umræðu. Nálgunarbanni er ætlað að bæta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis og annarra þolenda ofbeldis og ofsókna. Markmiðið er að vernda þann sem brotið er á og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Með ört vaxandi tækniþróun nýtist nálgunarbann einnig til að koma í veg fyrir að… Read More »Skilvirkari lög um nálgunarbann
Öðru hverju rekst maður á fólk sem hefur svo gamaldags viðhorf til samskipta kynjanna að maður trúir varla að því sé alvara. Það sem kemur kannski enn meira á óvart er að einhver sjái tilefni til að gera slíkum viðhorfum hátt undir höfði. Sumir reyna að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og ruddaskap með þeim… Read More »Að troða sér í sleik
Þannig hljómar fyrirsögn auglýsingar frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, ÍBV, Bleika fílsins og öðrum samstarfsaðilum fyrir verslunarmannahelgina sem nú er að ganga í garð. Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi ársins, Íslendingar flykkjast um allt land, flestir með fellihýsi eða tjald og góða skapið í eftirdragi. En þrátt fyrir að stærstur hluti Íslendinga skemmti sér konunglega, bæði… Read More »Sofandi samþykkir ekkert