Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að sýna það í verki að okkur sé alvara með það að ná verðbólgu niður. Allir þeir sem koma að hagstjórn landsins: Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera, þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar. Hvað ríkið varðar er ljóst að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum… Read More »Lausnir í vösum skattgreiðenda?
Hún er nokkuð þekkt, forsíðan sem Forbes-tímaritið birti undir lok árs 2007, með mynd af manni sem talaði í Nokia-farsíma og þeirri spurningu velt upp hvort nokkur gæti velt „konungi farsímanna“ úr sessi. Þessi forsíða er oft dregin upp enda vitum við sem er að þetta sama ár kynnti Apple til leiks nýjan síma, iPhone,… Read More »Fröken blönk
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar,… Read More »Ekki láta plata þig
Kára gekk ekkert sérstaklega vel í skóla en staulaðist einhvern veginn í gegnum þetta. Sitjandi undir pressu frá foreldrum fór hann þó í gegnum framhaldsskóla. Það var bærilegt af því að nokkrir vinir hans voru þar líka. Þetta hafðist loksins en það tók hann fimm ár að fá hvítu húfuna á kollinn. Hann var stoltur… Read More »Heimurinn stækkar í Háskóla
Einn af veigamestu þáttunum í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar snýr að öryggi fjarskipta og fjarskiptainnviða. Þar á meðal eru netöryggismálin sem verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðunni, ekki síst nú eftir innrás Rússa í Úkraínu. Talið er að rússneskir kafbátar hafi kortlagt sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn og áhyggjur fara vaxandi um það hvað gerist… Read More »Rússarnir koma
Töluverð umræða hefur átt sér stað um stöðu íslenskra háskóla. Þeir sem hafa tekið þátt í þeirri umræðu virðast – sem betur fer – sammála um að við getum gert betur og að íslenskir skólar eigi að vera í fremstu röð. Í kjölfar efnahagshruns voru fjárveitingar til háskóla skornar niður og vísbendingar eru um að… Read More »Sókn í þágu háskóla og samfélags
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sidekick Health fékk fimmtíu milljóna stuðning úr Tækniþróunarsjóði fyrir örfáum árum. Sá stuðningur var mikilvægur á þeim tíma. Félagið er nú verðmetið á um fjörutíu milljarða króna, hefur ráðið til sín starfsfólk og mun hafa mikil áhrif á íslenskt hagkerfi til lengri tíma. Sambærilega sögu má segja af öðrum félögum á borð við… Read More »Frumskógur frumkvöðlafyrirtækja
Hann er „drop out“ úr skóla, fór í eigin bissness og græddi fullt af peningum! Samfélagsmiðlar eru stútfullir af slíkum sögum. Sögum um unga karlmenn sem fóru ekki í háskóla heldur nýttu tímann, fóru strax út í eigin rekstur, stofnuðu fyrirtæki og verja nú tíma sínum í að telja peninga. Slík skilaboð á samfélagsmiðlum eiga… Read More »Hvar eru strákarnir okkar?
Heimurinn er í kapphlaupi um fólk, kapphlaupi um sérhæfða kunnáttu fólks sem þörf er á svo vaxtatækifæri atvinnulífsins verði að veruleika. Samkeppnin er hörð og að mörgu leyti hefur Ísland staðið vel. Fólk vill koma hingað en erfitt hefur reynst að fá leyfi til að starfa til skemmri eða lengri tíma þar sem kerfið hefur… Read More »Af hverju alþjóðlegir sérfræðingar?
Það er svo margt sem okkur þykir sjálfsagt í nútímasamfélagi, sem þó einhvern tímann fól í sér byltingu á einhverju sviði. Flutningagámar eru gott dæmi. Það þekkja eflaust ekki margir til bandaríska frumkvöðulsins Malcolms McLean, en hann er þó þekktastur sem faðir gámavæðingarinnar. Eftir að hafa útskrifast úr gagnfræðaskóla árið 1931 safnaði McLean sér fyrir… Read More »Gámurinn sem breytti heiminum