Að hitta – og hlusta

Það kann kannski að koma ein­hverj­um á óvart en starf stjórn­mála­manna er alla jafna skemmti­legt. Jú, það eru alls kon­ar um­mæli um okk­ur á sam­fé­lags­miðlum og sjálfsagt er ým­is­legt sagt á kaffi­stof­um lands­ins, en það er gam­an að sjá ár­ang­ur af starf­inu og vita til þess að hægt er að hafa áhrif sem eru til… Read More »Að hitta – og hlusta

Stækkum kökuna

„Í heimi íþrótt­anna er stund­um talað um mik­il­vægi þess að hrista upp í liðinu.“ Svona hófst Morg­un­blaðsgrein mín um nýtt ráðuneyti há­skóla, iðnaðar og ný­sköp­un­ar fyr­ir ári. Við eig­um hvort sem það er í íþrótt­um eða stjórn­mál­un­um að hugsa í nýj­um lausn­um og tæki­fær­um, hlaupa hratt um leið og við höld­um fókus og sækj­um fleiri… Read More »Stækkum kökuna

Hraðbraut fyrir sérfræðinga

„Hann var framúrsk­ar­andi netör­ygg­is­sér­fræðing­ur, sem við höfðum leitað að í lengri tíma, en hann hafði ekki form­lega há­skóla­mennt­un í fag­inu. Netör­ygg­is­sér­fræðing­ur­inn var fyrr­ver­andi hakk­ari og fékk ekki leyfi til að koma og starfa fyr­ir okk­ur, þrátt fyr­ir mikla vönt­un á fólki með slíka þekk­ingu í fjöl­mörg fyr­ir­tæki á Íslandi.“ Þetta sagði for­stjóri fyr­ir­tæk­is við mig… Read More »Hraðbraut fyrir sérfræðinga

Framfarir í háskólastarfi

Í samtali mínu við fólk allt frá Snæfellsbæ til Ísafjarðar, frá Akureyri til Seyðisfjarðar, frá Höfn til Vestmannaeyja er kallað eftir auknu aðgengi að háskólanámi á landsbyggðinni, meira framboði af fjarnámi. Ungt fólk sem vill búa í heimabyggð og foreldrar sem horfa á eftir börnum sínum til Reykjavíkur til að sækja staðnám. Í samtali mínu… Read More »Framfarir í háskólastarfi

Rannsóknir sem grundvöllur nýsköpunar

Háskóli Íslands var lengi vel eini háskóli landsins og hafði það meginhlutverk að sjá ríkinu fyrir læknum, verkfræðingum, prestum og dómurum. Eftir því sem tímar liðu varð háskólinn einnig að rannsóknarstofnun ekki síður en kennslustofnun. Þótt háskólum á Íslandi hafi nú fjölgað í sjö talsins virðast rannsóknir stundum gleymast, bæði í huga almennings en einnig… Read More »Rannsóknir sem grundvöllur nýsköpunar

Hátíð, heilsa og hamingja

Ég sótti, fyrir rúmum áratug, stutt nám erlendis. Það er ekki í frásögur færandi nema ég man hvað mér fannst gott að geta átt í reglulegum samskiptum við mína nánustu, svo sem foreldra og vini, þar sem tæknin bauð upp á það. Þau sem eldri eru og hafa dvalið erlendis leyfðu sér ekki oft þann… Read More »Hátíð, heilsa og hamingja

Ríkisramminn

Við erum enn að átta okkur á því hvert hið raunverulega hlutverk ríkisvaldsins á að vera – og um leið hvaða hlutverki ríkisvaldið á ekki að gegna. Síðustu 200 ár eða svo hafa verið eitt mesta hagsældarskeið mannkynssögunnar, sem í stuttu máli skýrist af aukinni tæknivæðingu og auknum alþjóðaviðskiptum. Það mætti með ákveðnum rökum segja… Read More »Ríkisramminn

Að flétta nýsköpun saman við heilbrigðiskerfið

Einn helsti mæli­kv­arðinn á lífs­gæði hér á landi er aðgengi okk­ar að öfl­ugu heil­brigðis­kerfi. Við vit­um þó öll að það er ým­is­legt sem hægt er að gera bet­ur til að bæta aðstöðu starfs­fólks í kerf­inu og gera þjón­ust­una enn betri en hún er í dag. Frek­ari út­gjöld verða þó ekki til þess að leysa all­an… Read More »Að flétta nýsköpun saman við heilbrigðiskerfið

Tveir funda

„Marg­ir eru að velta fyr­ir sér hvort þið séuð að hitt­ast af því að þið eruð á svipuðum aldri og eigið margt sam­eig­in­legt?“ John Key, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, fundaði með Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, árið 2011. Þeir eru báðir karl­menn og fædd­ir með fimm daga milli­bili í byrj­un ág­úst 1961. Báðir hafa þeir mik­inn… Read More »Tveir funda

Þjóðir sem framkvæma!

„Singa­púr og Ísland eiga margt sam­eig­in­legt. Hvort tveggja eru litl­ar þjóðir sem búa við ör­yggi í lönd­um sín­um, reiða sig á út- og inn­flutn­ing og leggja mikla áherslu á mennt­un og ný­sköp­un. Þá eru þetta þjóðir sem fram­kvæma!” Sá sem mælti þessi orð við mig í Singa­púr á dög­un­um hef­ur búið og starfað sem alþjóðleg­ur… Read More »Þjóðir sem framkvæma!