Stofnun Endurupptökudóms er eitt af fyrstu málum vorþingsins. Með stofnun dómsins verða tekin af öll tvímæli um að dómsvaldið sé einvörðungu á hendi dómara í samræmi við stjórnarskrá. Úrlausnir dómsins verða endanlegar. Sá galli er á núverandi fyrirkomulagi að nefnd á vegum framkvæmdavaldsins, endurupptökunefnd, hefur vald til að heimila endurupptöku mála sem dómstólar hafa leyst […]