#kjósum

Tók þátt í átakinu #Kjósum á vegum Nútímans og Kjarnans fyrir forsetakosningarnar. #kjósum er hvatning til ungs fólks til að snúa þessari þróun við. Til að vekja athygli á herferðinni fékkst landsþekkt fólk til að koma fram í laufléttu myndbandi þar sem skilaboðin eru skýr: Hvert atkvæði skiptir máli. Myndbandið má sjá hér.

Samfélagsmein sem þarf að taka á – Glamour

Ég held að með því að vekja athygli á ummælunum án þess að láta það á sig fá og halda ótrauð áfram þátttöku í stjórnmálum getum við sigrað þá sem eru hvað háværust í ómálefnanlegri gagnrýni. Vonandi minnkar þá líka umræðan líka um ómálefnanlegu gagnrýnina og frekar verði farið að ræða hvað maður er segja, […]

Ferð á Austurland

Fór í frábæra dagsferð á Austurlandið að hitta sjálfstæðismenn. Byrjaði að hitta Önnu og Þór á Egilsstöðum, þaðan lá leiðin á Reyðarfjörð þar sem ég fékk kynningu á uppbyggingu Austurlands fyrir ferðamenn og millilandaflug beint frá Bretlandi sem hefst í sumar hjá Maríu hjá Austurbrún. Þaðan á Eskifjörð og skoðaði uppbygginguna þar, bæði glænýtt hótel hjá […]

Ferðir á Suðurland

Skemmtilegur dagur á Suðurlandinu. Hann byrjaði snemma með heimsókn á lögreglustöðina á Selfossi að kíkja á gamla samstarfsmenn. Það verður skrítið að klæða sig ekki í lögreglufötin þetta sumarið. Síðan fór ég á mjög fjölmennt kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem var haldið á Hellu, þar sátum við forystan ásamt framkvæmdastjóra fyrir svörum. Þá kíkti ég […]

Ungar athafnakonur

Tók þátt í aðalfundi Ungra athafnakvenna þar sem kosið var m.a. í stjórn. Frábært að hitta svona kröftugar ungar konur og fá tækifæri til að spjalla við þær. Hlutverk Ungra athafnakvenna er að hvetja ungar konur til dáða, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að þróa hæfileika sína. Í félaginu eru um 150 félagskonur sem hafa […]

Laugardagskvöld með Matta

Átti frábært spjall við Matta á Rás 2 þar sem ég svaraði spurningum hans með lögum sem minna mig á tíma í lífi mínu eða lög sem ég nýt þess einstaklega vel að hlusta á. Á þáttinn má hlusta hér.

Heimsókn í FSU

Ég fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að tala við ungt áhugasamt fólk um stjórnmál og möguleikann til að breyta einhverju til hins betra. Við spjölluðum við unga fólkið ásamt fulltrúum allra flokka.

Ferðir á Norðurland

Ég hef undanfarið farið í nokkrar ferður á Norðurlandið. Í mars fór í skemmtilega ferð. Við Svanhildur Hólm flugum í Aðaldal og byrjuðum á aðalfundi á Grenjaðarstað ásamt Valgerði Gunnarsdóttur þingmanni. Þar áttum við gott spjall við sjálfstæðismenn. Við fengum frábæra gistingu hjá Margréti Hólm sem tók afskaplega vel á móti okkur á Húsavík. Þá […]

Ferðir á Vesturlandið

Ég var gestur sjálfstæðismanna í Stykkishólmi með Einari K. Guðfinnssyni þingforseta og Haraldi Benediktssyni þingmanni þann 22.mars. Frábær fundur, góð mæting og skemmtilegar umræður um pólitíkina, Sjálfstæðisflokkinn, starfið framundan og ýmis málefni. Alltaf gaman að koma í Hólminn og ekki amalegt að fá að gista í Bæjarstjórabústaðnum í kvöld hjá Sturlu og Hallgerði. Þá sótti ég á kjördæmisþing sjálfstæðismanna […]

Kraftur – Erindi um móðurmissir

Ég hélt erindi hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra um móðurmissinn en móðir mín lést úr krabbameini árið 2012.