Brennslan á FM957

Ég kíkti til þeirra Hjörvars og Kjartans í morgunútvarpið á FM957 og spjallaði um framboðið og tímana framundan, stjórnmálin og sjómennskuna auðvitað. Hlusta má á viðtalið hér.

Á sjónum

„Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman […]

Helgarútgáfan á Rás 2

 Á sunnudaginn mætti ég í Helgarútgáfuna til Hallgríms Thorsteinssonar ásamt Gunnari Hrafni Jónssyni frá Pírötum. Við ræddum kosningarnar framundan, þjóðmálin, unga fólkið og bandarísku forsetakosningarnar. Einstaklega skemmtilegt spjall fannst mér, en það hefst á 1:51:00 og á það má hlusta hér.

Góðan daginn á Rás 2

Ég fór í morgunþáttinn hjá Fannari og Benedikt, sem ber heitið Góðan daginn. Þar mætti ég ásamt Niels Thibaud og við áttum að keppa í 30sekúndna rökræðum. Hlustendur fengu svo að hringja inn og kjósa sigurvegara, ég fékk síðan snakkpoka að launum. En hægt er að hlusta á þáttinn hér og við mætum á mínútu 31.

Um húsnæðismál

Ég vil að fólk hafi raunverulegt val í húsnæðismálum.

Hvers vegna stýra konur ekki fleiri stórfyrirtækjum?

Það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt að nýta sem best krafta allra, óháð kyni, hvort sem er í atvinnulífinu eða í pólitíkinni. Í blaðinu 100 Áhrifakonur sem Frjáls verslun gaf út í sumar var ég spurð hvers vegna konur stýri ekki fleiri stórfyrirtækjum og hvort stöðnunar gæti í kvennabaráttunni. Svarið mitt var eftirfarandi: Ég […]

Heimsókn í Harmageddon

Spjallaði við þá félaga Frosta og Mána í Harmageddon um pólitíkina.

Ungt fólk vill raunverulegt val

Það þarf að auðvelda ungu fólk að eignast sitt eigið húsnæði. Það er hægt með því að leyfa ungu fólki að nýta hluta af lífeyrissparnaði sínum til þess að safna fyrir útborgun eða greiða niður húsnæðislán. Þá þarf einnig að einfalda byggingareglugerðir og minnka gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga. Daglega er okkar sagt hvernig við eigum […]

Reykjavík síðdegis – húsnæðismál

Ég fór í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, þeir hringdu í mig þegar ég var að ganga á Úlfarsfell og ég spjallaði við þá um húsnæðismál.

Akkeri

Tók þátt í verkefni Akkeris #sækjumþau