Flest, ef ekki öll, þekkjum við til einstaklings sem hefur greinst með krabbamein og háð baráttu við þann vágest sem sjúkdómurinn er. Það er áfall að greinast með banvænan sjúkdóm, líkamleg veikindi verða oft hjóm eitt samanborið við það andlega áfall sem því fylgir. Minna þrek, ekkert hár, eirðarleysi, ótti, leyfi frá störfum og lyfjameðferðir. […]