Kerfið þarf að virka

Frum­varp til breyt­inga á út­lend­inga­lög­um ligg­ur nú fyr­ir á Alþingi. Efni þess má skipta í þrennt; um alþjóðlega vernd, dval­ar­leyfi og at­vinnu­rétt­indi. Þar er meðal ann­ars gert ráð fyr­ir að dval­ar­leyfi vegna vi­st­ráðning­ar (au-pair) verði til tveggja ára í stað eins árs áður, að út­lend­ing­ar með sér­fræðiþekk­ingu sem missa starf sitt fái dval­ar­leyfi um tíma […]

Lífið heldur áfram

Aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins hafa miðað að því að verja líf og heilsu lands­manna. Frum­skylda stjórn­valda er að standa vörð um ör­yggi þjóðar­inn­ar gagn­vart sér­hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hef­ur vikið til hliðar und­an­farna mánuði á meðan al­menn­ing­ur hef­ur með sam­hentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera mark­viss […]

Það sem er barni fyrir bestu

Það er mik­il­vægt að jafna stöðu þeirra for­eldra sem fara sam­eig­in­lega með for­sjá barns og ákveða að ala það upp sam­an á tveim­ur heim­il­um. Með nýju frum­varpi sem ég hef lagt fram er lögð til sú breyt­ing að for­eldr­ar geti samið um að skipta bú­setu barns­ins þannig að það verði skráð með tvö heim­ili. Tals­verðar […]

Matskeiðar og verðmætasköpun

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka […]

Þolinmæðin þrautir vinnur allar

Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir frá því fyrstu fregnir bárust um nýja hópsýkingu lungnabólgu í Kína, sem síðar hefur verið gefið heitið COVID-19. Í frétt á heimasíðu landlæknis 13. janúar er vísað í upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) um þennan nýja sjúkdóm. Þar segir að ekkert smit á milli manna […]

Staðreyndir um netverslunarfrumvarpið

Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um frumvarp mitt til breytinga á netverslun með áfengi. Málið er ekki nýtt af nálinni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, tilbúið í byrjun árs og fór í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Því fer fjarri að það sé tilkomið vegna þess […]

Við erum öll almannavarnir

Við lif­um á mikl­um óvissu­tím­um. Heims­far­ald­ur geis­ar og hann mun reyna á þolgæði okk­ar allra. Frá því að far­ald­ur­inn hófst í Kína hafa sér­fræðing­ar í sótt­vörn­um og full­trú­ar okk­ar í al­manna­vörn­um unnið mikið starf við að greina vand­ann og leggja fram áætlan­ir um það hvernig skyn­sam­legt sé að bregðast við. Þeir hafa stýrt aðgerðum og […]

Óþörf viðbótarrefsing

Þegar ein­stak­ling­ar hljóta fang­els­is­dóm gera marg­ir ráð fyr­ir því að afplán­un fylgi fljót­lega í kjöl­farið. Því miður er það ekki raun­in því biðtími eft­ir fang­elsis­vist get­ur verið nokkuð lang­ur. Það á einkum við um þá sem hafa framið smærri af­brot. Fangels­ispláss­um er for­gangsraðað með þeim hætti að þar eru nær ein­göngu sí­brota­menn og fang­ar sem […]

Ljótur en ekki Skallagrímur

Flest­ir kann­ast við þá fleygu setn­ingu „að fjórðungi bregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fóst­urs og fjórðungi til nafns“. Þarna kem­ur fram sú sýn að nöfn skipti miklu máli. Það sé heilla­væn­legt að skíra barnið í höfuðið á ein­hverri ákveðinni fyr­ir­mynd. Þetta geta verið afar eða ömm­ur, frænd­ur eða frænk­ur eða ein­hverj­ir allt […]

Hæstiréttur Íslands 100 ára

Í þjóðfrels­is­bar­áttu Íslend­inga á 19. öld var ein krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðli­leg og rök­rétt krafa. Sjálf­stætt og óháð dómsvald er samofið kenn­ing­unni um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins sem var grund­völl­ur frelsis­hreyf­inga á Vest­ur­lönd­um á tíma sjálfstæðisbar­átt­unn­ar. Hæstirétt­ur Dan­merk­ur fór með úr­slita­vald í ís­lensk­um mál­um allt til árs­ins 1920. Íslend­ing­ar […]