Hæstiréttur Íslands 100 ára – hátíðarrit Orators

Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld var ein helsta krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðlileg og rökrétt krafa því sjálfstætt og óháð dómsvald er samofið kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins sem lá að baki frelsishreyfinga 18. og 19. alda á Vesturlöndum. Hæstiréttur Danmerkur var stofnaður árið 1661 en skorið var […]

Ákall og aðgerðir

Sér­stakt ákall um aðgerðir gegn of­beldi í nán­um sam­bönd­um var samþykkt á fundi Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) á fundi stofn­un­ar­inn­ar í Par­ís í síðustu viku. Átján aðild­ar­ríki standa að ákall­inu, þar á meðal Ísland. Ég sat í pall­borði á fund­in­um og greindi þar meðal ann­ars frá breyttu verklagi lög­reglu á Íslandi, mik­il­vægi þess að skoða […]

Jafnræði, virðing og mannúð

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú rúmlega 20 milljónir einstaklinga sem flóttafólk af völdum stríðsátaka og ofsókna á heimsvísu. Hér er um mikinn vanda að ræða sem verður ekki leystur nema með samstilltu átaki fjölmargra ríkja og á alþjóðlegum vettvangi. Ísland tekur árlega á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið […]

Réttarbót í dómsmálum

Stofn­un End­urupp­töku­dóms er eitt af fyrstu mál­um vorþings­ins. Með stofn­un dóms­ins verða tek­in af öll tví­mæli um að dómsvaldið sé ein­vörðungu á hendi dóm­ara í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá. Úrlausn­ir dóms­ins verða end­an­leg­ar. Sá galli er á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi að nefnd á veg­um fram­kvæmda­valds­ins, end­urupp­töku­nefnd, hef­ur vald til að heim­ila end­urupp­töku mála sem dóm­stól­ar hafa leyst […]

Öryggi og þjónusta við almenning

Lögregluráð hefur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti allir lögreglustjórar landsins auk ríkislögreglustjóra sem verður formaður þess. Tilgangur ráðsins er að auka samvinnu lögregluembættanna, gera störf lögreglunnar skilvirkari, draga úr tvíverknaði og nýta betur þá fjármuni sem lögreglan fær á fjárlögum hverju sinni. Nýr ríkislögreglustjóri mun leiða þessa vinnu í samráði við aðra […]

Á tímamótum – og allan ársins hring

Í upp­hafi nýs árs er við hæfi að meta árið sem nú er liðið og horfa til þess hvernig nýja árið lítur út. Árið 2019 var viðburðaríkt og full ástæða er til að horfa björt­um aug­um á árið 2020. Ísland er á réttri leið og við get­um verið full til­hlökk­un­ar gagn­vart þeim krefj­andi verkefn­um sem […]

Öflugri almannavarnir

Við Íslend­ing­ar vor­um minnt á það í síðustu viku hve nátt­úru­öfl­in eru áhrifa­mik­ill þátt­ur í lífi okk­ar og til­veru. Veður­ham­ur­inn varð þess vald­andi að raf­magns­laust var á stór­um svæðum á norðan­verðu land­inu í marga sól­ar­hringa. Fjöl­marg­ir voru einnig án hita og fjar­skipta og út­send­ing­ar RÚV lágu niðri á sum­um svæðum. Hér skapaðist ástand þar sem […]

Ekki bara geymsla

Fangar eiga rétt á almennri heilbrigðisþjónustu og þar með talið aðstoð sálfræðinga og sérfræðinga í fíknsjúkdómum. Dómsmálaráðuneytið hyggst hrinda í framkvæmd og fylgja eftir aðgerðaáætlun sem í megindráttum snýst um að efla heilbrigðisþjónustu við fanga og tryggja markvissa og samhæfða framkvæmd þjónustunnar. Sérstök áhersla verður lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og skilgreina verklag í innri […]

Sjálfkrafa skattahækkun

Íslendingar hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum á undanförnum árum. Skuldir ríkisins hafa helmingast frá árinu 2012 og svigrúm hefur myndast til skattalækkana. Ríkisstjórnin boðar lækkun tekjuskatts á næsta ári. Sú lækkun mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu munu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Þá verður dregið úr álögum á […]

Sósíalisminn er fullreyndur

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Múrinn var öðru fremur tákn um mannvonsku og grimmd og í raun birtingarmynd sósíalismans. Með falli hans leið undir lok hugmyndafræði sem haldið hafði þjóðum Austur-Evrópu föngnum áratugum saman. Á sama tíma blómstraði efnahagur flestra ríkja vestan járntjaldsins. Íbúar Austur-Þýskalands, Ungverjalands, Tékklands, Póllands, Eystrasaltsríkjanna, Rúmeníu […]