Farsælt samstarf ólíkra flokka

Abraham Lincoln fór þá frumlegu leið, þegar hann myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1860, að skipa öflugustu andstæðinga sína úr flokki repúblikana í mikilvægustu ráðherraembættin. Þetta reyndist heilladrjúg ákvörðun. Með kænsku sinni og leiðtogahæfileikum tókst honum að mynda sterka einingu ólíkra einstaklinga til að takast á við djúpstæð átök og sundrungu Bandaríkjanna sem lauk með […]

Ábyrgð og aðgerðir

Nú stendur yfir al­þjóð­legt sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Gær­dagurinn markaði upp­haf á­taksins sem ætlað er að hvetja til um­ræðu og vitundar­vakningar um að sam­fé­lagið allt standi saman gegn slíku of­beldi og knýi á um af­nám þess. Þetta árið beinist á­takið að á­hrifum heims­far­aldurs CO­VID-19 á kyn­bundið of­beldi. Vitað er að þær að­gerðir sem […]

Tvær útskýringar, einn sannleikur

Tölu­verður mun­ur var á skýr­ingu Rík­is­út­varps­ins í upp­hafi vik­unn­ar og um­mæl­um eins höf­unda fimmtu út­tekt­ar GRECO um niður­stöður eft­ir­fylgni­skýrslu sam­tak­anna hvað Ísland varðar. GRECO eru sam­tök ríkja inn­an Evr­ópuráðsins sem berj­ast gegn spill­ingu. Úttekt sam­tak­anna hófst fyr­ir tveim­ur árum og stend­ur enn yfir. Íslensk stjórn­völd hafa lagt sig fram við að fylgja þeim leiðbein­ing­um sem […]

Hey þú, takk!

Í stað þess að fara á busa­ball í nýja mennta­skól­an­um aðstoðaðir þú for­eldra þína við að setja upp for­rit til að fara á fjar­fund í vinn­unni. Í stað þess að fara á ballið hitt­ir þú vin­ina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æf­ingu dag­inn eft­ir […]

Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

Stafræn tækni hefur umbylt samskiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Dæmi um þetta er þegar stafræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga. Þetta […]

Ísland af gráum lista

Ísland er ekki lengur á „gráum lista“ FATF (Financial Action Task Force) yfir þau ríki sem sæta auknu eftirliti vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru ánægjuleg og mikilvæg tíðindi. Með samstilltu átaki fjölmargra aðila hefur okkur tekist á skömmum tíma að bæta úr þeim ágöllum á íslensku laga- og regluverki sem […]

Vernd gegn umsátri

Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál þar sem einstaklingar hafa verið beittir ofbeldi, sætt ofsóknum eða hótunum og í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann sem ofbeldinu beitir. Um sum þessara mála hefur verið fjallað í fjölmiðlum en þau eru þó talsvert fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Nálgunarbannið er ráðstöfun […]

Stórsókn í stafrænni þjónustu

Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að takast á við gífurlegt efnahagslegt áfall af völdum Covid-19-faraldursins. Á þessu ári hafa tekjur hins opinbera dregist saman um vel á annað hundrað milljarða króna og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað verulega […]

Samið við lögreglumenn

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að lögreglumenn hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning milli Landssambands lögreglumanna og samninganefndar ríkisins með miklum meirihluta atkvæða. Viðræður höfðu staðið yfir með hléum allt frá því í apríl 2019 þegar samningar voru lausir. Dómsmálaráðherra hefur ekki beina aðkomu að kjaramálum lögreglumanna en ég hef þó fylgst reglulega með viðræðum, fengið […]

Baráttan við veiruna heldur áfram

Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförum vikum og mánuðum sett á ferðatakmarkanir, samkomubann og á einstaka stöðum útgöngubann. Slíkar ákvarðanir um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi einstaklinga og þá einvörðungu þegar […]