Kirkja í smíðum

Ég flutti opnunarávarp á Kirkjuþingi um liðna helgi. Mesta athygli hefur vakið að ég beindi sjónum mínum að baráttu hinsegin fólks og hvernig kirkjan náði þar ekki að fylgja samtímanum. Frá aldamótum hafði meirihluti landsmanna snúist á sveif með réttindabaráttu samkynhneigðra en þjóðkirkjan stóð þar á móti. Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi vel sinnt mikilvægu hlutverki […]

Hver á heima í tugthúsinu

Lög­spek­ing­ur­inn Njáll á Bergþórs­hvoli á að hafa sagt fyr­ir margt löngu „með lög­um skal land vort byggja, en með ólög­um eyða“. Þetta er um margt rétt. Ef laga­setn­ing frá Alþingi er ekki skýr, í takt við tím­ann og ríkj­andi viðhorf reyn­ist eðli­lega erfitt fyr­ir borg­ar­ana að fara að þeim sömu lög­um. Dæmi um úr­elta laga­setn­ingu […]

Ekki bara málsnúmer

Á und­an­förn­um árum hafa komið fram al­var­leg­ar ábend­ing­ar í skýrsl­um, rann­sókn­um, um­fjöll­un fjölmiðla og ekki síst beint frá brotaþolum kynferðisafbrota, að þeir taki meðvitaða ákvörðun um að kæra ekki brot­in. Ein af ástæðunum er sú að þeir treysta ekki rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Slíkt er óboðlegt í ís­lensku rétt­ar­ríki. Hér er um al­var­lega brota­löm að ræða sem brýnt […]

Er þetta for­gangs­mál

„Er þetta nú for­gangs­mál?“ Þetta er spurn­ing sem sum­ir spyrja þegar fram koma mál sem lúta að því að auka frelsi ein­stak­linga. Í hvert ein­asta skipti sem rætt er um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­gjöf­inni er spurt hvort það sé for­gangs­mál og hvort það séu ekki mik­il­væg­ari mál sem hægt sé að sinna. Hvernig dett­ur nokkr­um stjórn­mála­manni […]

Leiðin liggur upp á við

Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist. Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenska hagkerfið sem birt var í vikunni. Hér hefur verið hagvöxtur á liðnum árum, atvinnuleysi lítið og verðbólga lág. Það er hægt að mæla […]

Öryggi, festa og þjónusta

Á föstu­dag­inn tók ég við embætti dómsmálaráðherra og sett­ist í rík­is­stjórn. Það eru ým­iss kon­ar til­finn­ing­ar sem koma upp þegar maður fær sím­tal um að maður sé að taka við stöðu ráðherra tæp­lega sól­ar­hring seinna. Fyrst og fremst er ég þakk­lát fyr­ir að mér sé treyst fyr­ir svo vanda­sömu verk­efni. Ég átta mig líka á […]

Falið útvarpsgjald

Það er eðli­legt að fram fari umræða um stöðu fjöl­miðla hér á landi enda er staða sjálf­stæðra fjöl­miðla í mörg­um til­vik­um slæm. Mennta­málaráðherra hef­ur kynnt frum­varp og hug­mynd­ir að breyt­ing­um á fjöl­miðlaum­hverf­inu. Á meðan marg­ir vilja styrkja og efla sjálf­stæða fjöl­miðla eru það færri sem nefna fíl­inn í her­berg­inu, Rík­is­út­varpið. Erfitt rekstr­ar­um­hverfi annarra fjöl­miðla or­sak­ast […]

Bábiljur um orkupakka

Brátt hefst að nýju umræða á Alþingi um þriðja orkupakk­ann, sem hef­ur þegar verið rædd­ur meira en nokk­urt annað þing­mál í sög­unni, en mál­inu lýk­ur með at­kvæðagreiðslu í þing­inu 2. sept­em­ber. Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórn­völd­um og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við […]

Við erum ríkust allra þjóða

Íslend­ing­um finnst alltaf áhuga­vert að tala um veðrið. Þegar ætt­ing­ar eða vin­ir hringja á milli landsvæða er al­gengt að spurt sé um veðrið í upphafi eða um mitt sím­tal. Við deil­um mynd­um á sam­fé­lags­miðlum þegar fjalls­hlíðarn­ar verða grá­ar, þegar bíla­stæðin fyll­ast af snjó og þegar úf­inn sjórinn æðir yfir brim­g­arðana í mesta rok­inu – og […]

Flokkur sem á sér framtíð

Það var ánægju­legt að sjá hversu marg­ir tóku þátt í því að fagna 90 ára af­mæli Sjálf­stæðis­flokks­ins í blíðskap­ar­veðri um allt land um liðna helgi. Það, hversu marg­ir gáfu sér tíma til að fagna þess­um merki­lega áfanga, gef­ur glögga mynd af stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hef­ur alltaf átt er­indi við þjóðina, allt frá stofn­un til dags­ins […]