Að hafa það heldur er sannara reynist

Á komandi þingvetri mun ég leggja fram á nýjan leik frumvarp um ærumeiðingar. Með frumvarpinu er leitast við að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Refsingar vegna ærumeiðinga yrðu að meginstefnu til aflagðar í þágu tjáningarfrelsis. Almenn ákvæði laga um ærumeiðingar yrðu færð úr almennum hegningarlögum yfir í sérstök lög á sviði einkaréttar. Sú breyting hefur […]

Vernd gegn ofbeldi

Kvenna­at­hvarf á Norður­landi verður opnað í fyrsta sinn í dag. Hingað til hef­ur ekki verið neitt bú­setu­úr­ræði utan Reykja­vík­ur fyr­ir kon­ur og börn sem ekki geta dvalið á heim­ili sínu vegna of­beld­is. Mik­il­vægt er að tryggja íbú­um á lands­byggðinni aðgengi að þjón­ustu vegna heim­il­isof­beld­is. Hér er um til­rauna­verk­efni að ræða og þörf­in á slíku úrræði […]

Að standa ofan í fötu

Hert­ar aðgerðir vegna skimun­ar á landa­mær­um hafa nú tekið gildi. Eins og fram hef­ur komið er ráðist í þær aðgerðir af illri nauðsyn og vonandi til skamms tíma. Við vit­um þó að sá far­ald­ur sem nú geis­ar mun ganga yfir í bylgj­um og aðgerðirn­ar nú eru áminn­ing um það. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur valdið gíf­ur­legu tjóni á […]

Slagurinn er ekki búinn

Við höfðum ástæðu til að fagna ýmsu þegar sumarið kom. Eftir óveður og jarðskjálfta á nýliðnum vetri tók kórónuveirufaraldurinn við á vormánuðum en útlitið varð betra með vorinu. Samtakamáttur þjóðarinnar var þó einstakur þegar kom að því að takast á við þær aðstæður sem faraldurinn skapaði. Líklega sýndi það sig best um páskana þegar flestir […]

Eldmóður og staðfesta

Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð á hátindi ferils síns þegar hann lést í eldsvoða á Þingvöllum fyrir 50 árum, þann 10. júlí 1970. Þegar litið er yfir langan og farsælan feril Bjarna leynir sér ekki að hann bjó yfir öllum þeim þremur eiginleikum sem Max Weber telur í bók sinni Mennt og máttur að […]

Óviðunandi refsiauki

Samkvæmt nýlegum rannsóknum er endurkomutíðni í íslensk fangelsi um 20% og er hún með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fangelsiskerfinu. Eigi að síður er staðan sú að fangelsin hafa ekki getað sinnt fullnustu allra dæmdra fangelsisrefsinga og vararefsinga. Í apríl á þessu ári voru 638 einstaklingar á […]

Við erum til taks

Stundum er ágætt að staldra við og horfa á það sem vel er gert, til dæmis hvernig fámenn þjóð tekst á við stór og vandasöm verkefni. Landhelgisgæslan er ágætt dæmi um það hvernig við Íslendingar tökumst á við stór verkefni. Ísland er ríflega 100 þúsund ferkílómetrar að stærð og efnahagslögsaga okkar er 200 sjómílur. Þetta […]

Áskoranir við opnun landamæra

Á mánudag verður ferðafólki frá þeim Evrópuríkjum sem eiga aðild að Schengen gefinn kostur á að fara í skimun fyrir COVID-19 veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skilyrða og leiðir vonandi til þess að landamærin opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar og […]

Fyrirtæki komist í skjól

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt sig alla fram við að hjálpa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að kom­ast í gegn­um öldu­rótið sem skap­ast hef­ur af völd­um heims­far­ald­urs COVID-19. Áhersla hef­ur verið lögð á að verja störf og af­komu al­menn­ings. Einn liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar lýt­ur að því að koma líflínu til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir tekju­hruni. Heil atvinnugrein […]

Við stefnum í eðlilegt horf

Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fengið að kynn­ast því sem ekk­ert okk­ar hafði gert sér í hug­ar­lund fyr­ir aðeins nokkr­um mánuðum, að lifa við mikla skerðingu á dag­legu frelsi. Við höfum ekki getað hitt eldri ætt­ingja, farið í lík­ams­rækt, knúsað litlu syst­ur, haldið ferm­ing­ar­veisl­ur né ferðast óhindrað milli landa. Það er merki­legt að sjá þann sam­taka­mátt […]