Ekki láta plata þig

Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, […]

Heimurinn stækkar í Háskóla

Kára gekk ekk­ert sér­stak­lega vel í skóla en staulaðist ein­hvern veg­inn í gegn­um þetta. Sitj­andi und­ir pressu frá for­eldr­um fór hann þó í gegn­um fram­halds­skóla. Það var bæri­legt af því að nokkr­ir vin­ir hans voru þar líka. Þetta hafðist loks­ins en það tók hann fimm ár að fá hvítu húf­una á koll­inn. Hann var stolt­ur […]

Rússarnir koma

Einn af veiga­mestu þátt­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um þjóðar­inn­ar snýr að ör­yggi fjar­skipta og fjar­skiptainnviða. Þar á meðal eru netör­ygg­is­mál­in sem verða sí­fellt fyr­ir­ferðarmeiri í umræðunni, ekki síst nú eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Talið er að rúss­nesk­ir kaf­bát­ar hafi kort­lagt sæ­streng­ina sem tengja Ísland við um­heim­inn og áhyggj­ur fara vax­andi um það hvað ger­ist […]

Sókn í þágu háskóla og samfélags

Tölu­verð umræða hef­ur átt sér stað um stöðu ís­lenskra há­skóla. Þeir sem hafa tekið þátt í þeirri umræðu virðast – sem bet­ur fer – sam­mála um að við get­um gert bet­ur og að ís­lensk­ir skól­ar eigi að vera í fremstu röð. Í kjöl­far efna­hags­hruns voru fjár­veit­ing­ar til há­skóla skorn­ar niður og vís­bend­ing­ar eru um að […]

Frumskógur frumkvöðlafyrirtækja

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sidekick Health fékk fimmtíu milljóna stuðning úr Tækniþróunarsjóði fyrir örfáum árum. Sá stuðningur var mikilvægur á þeim tíma. Félagið er nú verðmetið á um fjörutíu milljarða króna, hefur ráðið til sín starfsfólk og mun hafa mikil áhrif á íslenskt hagkerfi til lengri tíma. Sambærilega sögu má segja af öðrum félögum á borð við […]

Hvar eru strákarnir okkar?

Hann er „drop out“ úr skóla, fór í eig­in biss­ness og græddi fullt af pen­ing­um! Sam­fé­lags­miðlar eru stút­full­ir af slík­um sög­um. Sög­um um unga karl­menn sem fóru ekki í há­skóla held­ur nýttu tím­ann, fóru strax út í eig­in rekst­ur, stofnuðu fyr­ir­tæki og verja nú tíma sín­um í að telja pen­inga. Slík skila­boð á sam­fé­lags­miðlum eiga […]

Af hverju alþjóðlegir sérfræðingar?

Heimurinn er í kapphlaupi um fólk, kapphlaupi um sérhæfða kunnáttu fólks sem þörf er á svo vaxtatækifæri atvinnulífsins verði að veruleika. Samkeppnin er hörð og að mörgu leyti hefur Ísland staðið vel. Fólk vill koma hingað en erfitt hefur reynst að fá leyfi til að starfa til skemmri eða lengri tíma þar sem kerfið hefur […]

Gámurinn sem breytti heiminum

Það er svo margt sem okkur þykir sjálfsagt í nútímasamfélagi, sem þó einhvern tímann fól í sér byltingu á einhverju sviði. Flutningagámar eru gott dæmi. Það þekkja eflaust ekki margir til bandaríska frumkvöðulsins Malcolms McLean, en hann er þó þekktastur sem faðir gámavæðingarinnar. Eftir að hafa útskrifast úr gagnfræðaskóla árið 1931 safnaði McLean sér fyrir […]

Að hitta – og hlusta

Það kann kannski að koma ein­hverj­um á óvart en starf stjórn­mála­manna er alla jafna skemmti­legt. Jú, það eru alls kon­ar um­mæli um okk­ur á sam­fé­lags­miðlum og sjálfsagt er ým­is­legt sagt á kaffi­stof­um lands­ins, en það er gam­an að sjá ár­ang­ur af starf­inu og vita til þess að hægt er að hafa áhrif sem eru til […]

Stækkum kökuna

„Í heimi íþrótt­anna er stund­um talað um mik­il­vægi þess að hrista upp í liðinu.“ Svona hófst Morg­un­blaðsgrein mín um nýtt ráðuneyti há­skóla, iðnaðar og ný­sköp­un­ar fyr­ir ári. Við eig­um hvort sem það er í íþrótt­um eða stjórn­mál­un­um að hugsa í nýj­um lausn­um og tæki­fær­um, hlaupa hratt um leið og við höld­um fókus og sækj­um fleiri […]