Takk!

Fjölmargir mættu í fyrsta sinn á landsfund Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Fyrir marga var það óvænt ánægja að geta haft áhrif á stefnu stærsta stjórnmálaflokks landsins, náð eyrum fólks á öllum aldri og fengið tækifæri til að kynnast fólki. Amma mín var þar á meðal, ekki hlutlaus, en líklega meðal elstu nýrra fulltrúa. Hún lýsti […]

Innantóm orð

Margaret Thatcher hafði einu sinni á orði að alvöruleiðtogi þyrfti ekki að ganga um og segja öllum að hann væri leiðtogi, meinti að verkin myndu tala ef um alvöruleiðtoga væri að ræða. Þetta á ágætlega við um stjórnmálin. Þeir eru til sem hafa mótað sér sterka hugmyndafræði, vinna eftir henni og láta verkin tala. Síðan […]

Hæfileikar til að spinna

Orðfæri og framkoma þingmanna er veigamikill þáttur í því hversu mikið eða lítið traust borið er til Alþingis. Í tæpan áratug hefur það traust verið lítið og að hluta til á það sér eðlilegar skýringar. Að stórum hluta eru skýringarnar þó ekki eðlilegar. Festa og stöðugleiki er versti óvinur sumra stjórnmálamanna og því reyna þeir […]

Einn góðan bíl, takk

Leigu­bílaþjón­usta hér á landi fel­ur í sér ein­ok­un, stöðnun og skort á ný­sköp­un sem kem­ur helst niður á neyt­end­um en líka á bíl­stjór­un­um sjálf­um. Í fyrra skipaði Jón Gunn­ars­son, þáv. samgönguráðherra, starfs­hóp um breyt­ing­ar á markaði leigu­bílaþjón­ustu, sér í lagi vegna þess að nú­ver­andi aðgangs­hindr­an­ir brjóta gegn ákvæðum EES-samn­ings­ins. Það verður því ekki hjá því […]

Menntun til framtíðar

Það er fagnaðarefni að mennta­mál skuli hafa fengið aukið vægi í stjórn­má­laum­ræðu á síðustu dög­um. Ástæðan er þó ekki ánægju­leg, enn ein skýrsl­an er kom­in fram sem sýn­ir að mennta­kerfið okk­ar stend­ur höll­um fæti. Niður­stöðurn­ar staðfesta það sem vitað var, að við hlú­um ekki nægi­lega vel að framþróun í mennta­kerf­inu. Umræður hafa margsinn­is farið fram […]

Landsréttur ein grunnstoða réttarríkisins

Þegar rætt var um fyrirhugaða skipun dómara við Landsrétt á Alþingi sl. vor var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að hugað yrði að jafnrétti kynjanna við þá skipun. Við það tilefni tókst ég á við tvo þingmenn þáverandi stjórnarandstöðu. Við vorum sammála um að eftir að ljóst var hverjir uppfylltu kröfur laga um almennt […]

Konur, sækjum fram!

Um þessar mundir eru flokkar landsins að velja fólk á framboðslista sína fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Í Sjálfstæðisflokknum er það gert með margvíslegum hætti; uppstillingu, röðun eða prófkjöri og það sama á við um aðra flokka. Gaman er að fylgjast með því að fjöldi fólks gefur kost á sér og hefur áhuga á að fara […]

,,Að gæta hennar gildir hér og nú“

Það er mikið fagnaðarefni að íslenskan muni verða fullgild í stafrænum heimi árið 2022. Ríkisstjórnin mun verja á næsta ári 450 milljónum króna til máltækniáætlunar. Með máltækniáætluninni eru sett fram verkefni til að byggja upp nauðsynlega innviði svo að við getum notað íslenskuna í tækni framtíðarinnar og hún sé þannig gjaldgeng í samskiptum sem byggjast […]

Það munar um minna

Rétt fyrir jólin fékk ég tækifæri til að mæla fyrir frumvarpi um afnám stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Vonandi tekst okkur þingmönnum að afgreiða frumvarpið á nýju ári enda mikið hagsmunamál fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Einstaklingum ber nú almennt að […]

Sameinuð í sigrum og sorg

Við­burða­ríkt ár er nú á enda. Sam­einuð var þjóðin í von og sorg vegna Birnu Brjáns­dóttur og sam­einuð var hún líka í sigrum og gleði yfir vel­gengni í knatt­spyrn­unni. Á árinu sátu þrír for­sæt­is­ráð­herr­ar, tvær rík­is­stjórnir og enn bætt­ust nýir flokkar við eftir kosn­ingar síðla hausts. Sjálf sat ég í tveimur stjórn­ar­meiri­hlut­um, tók að mér […]