Lausn sem virkar

Eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í útborgun. Þessar leiðir tóku gildi […]

Árangurinn sem aldrei varð

Ísland mæl­ist of­ar­lega og gjarna efst á ýms­um mæli­kvörðum sem við not­um þegar við ber­um okkur sam­an við önn­ur lönd. Það er oft ánægju­legt að mæl­ast efst en alla lista er þó ekki eftirsóknarvert að toppa. Þar á meðal er það hvaða lönd eru með flókn­asta eft­ir­lits­reglu­verkið en Ísland mæl­ist þar hæst allra OECD-þjóða. Á […]

Við stefnum áfram

Það er hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið eigi að gera sem minnst, hafa sem minnst af­skipti af al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um, setja lítið af lög­um og reglu­gerðum (sem flest hver eru íþyngj­andi) og gæta þess aðeins að sinna nauðsyn­leg­um verk­efn­um. Það er líka hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið […]

Þingmenn á hringferð

Stund­um er sagt að stjórn­mála­menn eigi aðeins er­indi við kjós­end­ur rétt fyr­ir kosn­ing­ar, en þess á milli sjá­ist þeir sjald­an. Það er vita­skuld rétt að það ber aldrei meira á stjórn­mála­mönn­um en í kosn­inga­bar­áttu, þá setja þeir mál sín fram og leggja í dóm kjós­enda. Þess á milli er hins veg­ar ekki síður mik­il­vægt að […]

Góður andi á nýju ári

Þó það eigi eftir að kaupa seinustu gjafirnar, þrífa eldhússkápana og það hafi farist fyrir að senda jólakortin í ár þá er engin ástæða til að örvænta. Jólin koma alltaf á sama tíma, sama hvort okkur finnst við vera tilbúin til að taka á móti þeim eða ekki. Stressið og álagið er óþarfi, stundum er […]

Barið á bönkunum

Hvergi í hinum vestræna heimi er jafn stór hluti fjármálakerfisins í eigu hins opinbera og á Íslandi. Ríkið á tvo viðskiptabanka, rekur Íbúðarlánasjóð sem hefur kostað ríkið stórfé, að ógleymdri Byggðastofnun. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði eiga sér að hluta eðlilegar skýringar. Í eftirleik falls bankanna eignaðist ríkið viðskiptabankana, bæði við endurreisn þeirra og sem hluta […]

Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði

Það er mik­il­vægt að hér á landi sé til staðar þekk­ing og reynsla þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi borg­ar­anna, hvort sem er í hernaðarlegu eða borg­ara­legu til­liti. Hluti af því er að ræða með reglu­bundn­um hætti og af yf­ir­veg­un um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Það eru þó fleiri mik­il­væg­ir þætt­ir sem skipta máli. Þannig […]

Ný hugsun í menntamálum

Þrátt fyr­ir að iðnaður skapi fjórðung landsframleiðslunn­ar og rúm­lega þriðjung gjaldeyristekna flokk­um við enn iðn-, tækni- og starfs­mennt­un sem óæðri mennt­un. Ekki aðeins í lög­gjöf held­ur líka í hugs­un og fram­kvæmd. Aðeins 16% ný­nema á fram­halds­skóla­stigi sækja í iðngreinar á meðan gríðarleg þörf er á fleira iðnmenntuðu fólki. Skekkj­an sem er til staðar milli námsvals […]

Skilvirkari lög um nálgunarbann

Flest­ir þekkja hug­takið um nálg­un­ar­bann þó ekki farið mikið fyr­ir því í dag­legri umræðu. Nálgunarbanni er ætlað að bæta rétt­ar­stöðu þolenda heim­il­isof­beld­is og annarra þolenda ofbeld­is og of­sókna. Mark­miðið er að vernda þann sem brotið er á og fyr­ir­byggja frek­ara of­beldi. Með ört vax­andi tækniþróun nýt­ist nálg­un­ar­bann einnig til að koma í veg fyr­ir að […]

Að troða sér í sleik

Öðru hverju rekst maður á fólk sem hef­ur svo gamaldags viðhorf til sam­skipta kynj­anna að maður trú­ir varla að því sé al­vara. Það sem kem­ur kannski enn meira á óvart er að ein­hver sjái til­efni til að gera slík­um viðhorf­um hátt und­ir höfði. Sum­ir reyna að rétt­læta ým­iss kon­ar ósæmi­lega hegðun og ruddaskap með þeim […]