Öflugur háskóli á landsbyggðinni

Menntakerfið á Íslandi þarf að taka breytingum. Ég hef áður bent á að í alþjóðlegum samanburði stöndum við ekki vel og árangurinn lætur á sér standa. Það má þó ekki horfa framhjá því að margt er vel gert, við eigum öfluga kennara, metnaðarfulla nemendur og rannsóknir og frumkvöðla á heimsmælikvarða. Samkeppnishæfni okkar sem þjóðar skiptir […]

Engar áhyggjur, ég er frá ríkinu

Góðan dag, ég er frá stjórnvöldum og er kominn til að hjálpa.“ Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Ronald Reagan, þá forseti Bandaríkjanna, sagði að þetta væru ekki endilega þau orð sem kjósendur þyrftu að heyra. Með því lagði hann áherslu á að afskipti hins opinbera eru ekki alltaf til þess fallin að […]

Ég var ekki að hlusta – það er komið eldgos!

Ég var ekki alveg að hlusta á þig því að ég var að fá smá tíðindi í eyrun, það er víst byrjað eldgos á Reykjanesskaga,“ sagði Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Silfursins í fyrrakvöld, þegar við sátum í beinni útsendingu í settinu á RÚV. Þátturinn hélt áfram á meðan fréttastofan gerði sig klára á sama tíma og […]

Sminkaða daman í menntakerfinu

Það er til svart og appelsínugult fiðrildi sem á ensku heitir European Painted Lady sem hægt er að þýða sem evrópska sminkaða daman. Fiðrildið forðast veturinn í Skandinavíu og flýgur fimmtán þúsund kílómetra til að komast í hitann í Mið-Afríku. Á leiðinni á áfangastað flýgur það meðal annars yfir tvö þúsund metra háa Alpana og […]

Ný sókn í þágu háskóla og sjálfstæðis

Af og til er vitnað í bréfið sem fræðimaðurinn Georg Brandes sendi Matthíasi Jochumssyni árið 1907 en þar sagði m.a.: „Það er algert brjálæði fyrir 70 þúsund manna þjóð að vera ríki út af fyrir sig. Þið hafið enga verslun, engan iðnað, engan her, engan flota og þið eruð, þegar allt er talið, jafn margir […]

Er þetta alvöru pistill?

Á hverjum degi dynur á okkur gríðarlegt magn af efni og upplýsingum. Til dæmis í formi greinaskrifa, tölvupósta, bréfa, smáskilaboða og í gegnum samfélagsmiðla. Við nýtum símann til að nálgast fleiri og fleiri upplýsingar. Fleiri lesa þennan pistil af snjallsímanum í dag en lásu pistil minn fyrir ári á blaðsíðum Morgunblaðsins. Tækninni fleygir fram og […]

Ekki þessi sálfræðingur

Á Austurlandi starfar kona, af erlendu bergi brotin, við ræstingar. Hún er þó menntaður sálfræðingur frá sínu upprunaríki. Á kvöldin aðstoðar hún, í sjálfboðastarfi, pólskumælandi Íslendinga. Hún má ekki starfa við sína sérgrein á Íslandi þar sem hún uppfyllir ekki þau skilyrði sem til þarf hér á landi. Hún hefur kallað eftir upplýsingum um það […]

Frumkvöðlar í jafnrétti

Íslenskar konur lögðu niður störf haustið 1975, þegar 90% þeirra gengu út af vinnustöðum sínum eða heimilum til að vekja athygli á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Þær fóru fram á breytingar og gerðu kröfu um jafnrétti. Þær sýndu magnaða samstöðu og lömuðu íslenskt samfélag. Fyrir það náðu þær heimsathygli og engum duldist mikilvægi þeirra á […]

Fléttur og bleikar slaufur

Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern […]

Verðbólgan er stóra verkefnið

Umræðan um ríkisstjórnina síðustu daga hefur að mestu snúist um breytingu á ráðherrastólum, sem nú er búið að kynna. Slíkt vekur öllu jafna athygli, sem er eðlilegt. Það eru þó mikilvægari mál sem bíða okkar allra – og það er ríkisstjórnin meðvituð um. Helsta forgangsmál okkar er að ná tökum á verðbólgunni enda er hún […]