Konur, sækjum fram!

Um þessar mundir eru flokkar landsins að velja fólk á framboðslista sína fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Í Sjálfstæðisflokknum er það gert með margvíslegum hætti; uppstillingu, röðun eða prófkjöri og það sama á við um aðra flokka. Gaman er að fylgjast með því að fjöldi fólks gefur kost á sér og hefur áhuga á að fara […]

Það munar um minna

Rétt fyrir jólin fékk ég tækifæri til að mæla fyrir frumvarpi um afnám stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Vonandi tekst okkur þingmönnum að afgreiða frumvarpið á nýju ári enda mikið hagsmunamál fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Einstaklingum ber nú almennt að […]

Sameinuð í sigrum og sorg

Við­burða­ríkt ár er nú á enda. Sam­einuð var þjóðin í von og sorg vegna Birnu Brjáns­dóttur og sam­einuð var hún líka í sigrum og gleði yfir vel­gengni í knatt­spyrn­unni. Á árinu sátu þrír for­sæt­is­ráð­herr­ar, tvær rík­is­stjórnir og enn bætt­ust nýir flokkar við eftir kosn­ingar síðla hausts. Sjálf sat ég í tveimur stjórn­ar­meiri­hlut­um, tók að mér […]

Njótum hátíðanna

Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa […]

Ábyrgð fyrir framtíðina

Í dag er 148. löggjafarþingið sett á Alþingi Íslendinga. Nýr meirihluti hefur störf nú rétt fyrir jól og þingsins bíður það mikilvæga verkefni að klára fjárlög næsta árs um hátíðirnar. Grundvallaratriði er að í þeirri vinnu verði það sameiginlegt markmið okkar allra til að byggja upp til framtíðar. Þannig þarf að forgangsraða í þágu grunnstoða […]

Lýsum upp skammdegið

Þótt margir sjái birtuna í skammdeginu megum við ekki láta það átölulaust hve margir sjá hana ekki, hve margir hugleiða að taka sitt eigið líf og hve mörgum tekst það árlega vegna geðrænna sjúkdóma. Það er stundum óhugnanlega stutt á milli gleði og sorgar á lífsins vegi. Því hafa allir kynnst. Á þingsetningu fyrir ári […]

Ekki líta undan

Í vikunni komu hundruð stjórnmálakvenna á Íslandi fram til að vekja athygli á því að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á sér stað í stjórnmálum rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Í kjölfarið birtust sögur sem opinbera lítilsvirðandi framkomu gagnvart konum á öllum aldri í stjórnmálum. Sögurnar eru af ýmsum toga. Sumar segja frá aðdróttunum […]

Ljós í lífi margra

Flest, ef ekki öll, þekkjum við til einstaklings sem hefur greinst með krabbamein og háð baráttu við þann vágest sem sjúkdómurinn er. Það er áfall að greinast með banvænan sjúkdóm, líkamleg veikindi verða oft hjóm eitt samanborið við það andlega áfall sem því fylgir. Minna þrek, ekkert hár, eirðarleysi, ótti, leyfi frá störfum og lyfjameðferðir. […]

Ábyrgð stjórnmálanna

Staðan í stjórnmálunum er flókin eftir kosningarnar 28. október síðastliðinn. Skilaboð kjósenda eru óskýr og aldrei hafa fleiri flokkar átt fulltrúa á Alþingi Íslendinga. En það er verkefni og ábyrgð stjórnmálamanna að mynda ríkisstjórn. Eftir umrót stjórnmálanna síðustu ár þurfum við ríkistjórn sem sýnir í verki að hér eigi að byggja upp áframhaldandi stöðugleika, stuðlar […]

Framtíðin er okkar – kjósum!

Kæri kjósandi. Til hamingju með daginn! Skiptir máli að kjósa? Mitt svar er: Já það skiptir máli að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli. Hvert atkvæði hefur áhrif. Með einu atkvæði höfum við val um framtíðina sem velferð okkar allra byggir á, hvort sem við erum ung eða gömul. Framtíð ungs fólks veltur á velferð og […]