Sminkaða daman í menntakerfinu

Það er til svart og appelsínugult fiðrildi sem á ensku heitir European Painted Lady sem hægt er að þýða sem evrópska sminkaða daman. Fiðrildið forðast veturinn í Skandinavíu og flýgur fimmtán þúsund kílómetra til að komast í hitann í Mið-Afríku. Á leiðinni á áfangastað flýgur það meðal annars yfir tvö þúsund metra háa Alpana og […]

Ný sókn í þágu háskóla og sjálfstæðis

Af og til er vitnað í bréfið sem fræðimaðurinn Georg Brandes sendi Matthíasi Jochumssyni árið 1907 en þar sagði m.a.: „Það er algert brjálæði fyrir 70 þúsund manna þjóð að vera ríki út af fyrir sig. Þið hafið enga verslun, engan iðnað, engan her, engan flota og þið eruð, þegar allt er talið, jafn margir […]

Er þetta alvöru pistill?

Á hverjum degi dynur á okkur gríðarlegt magn af efni og upplýsingum. Til dæmis í formi greinaskrifa, tölvupósta, bréfa, smáskilaboða og í gegnum samfélagsmiðla. Við nýtum símann til að nálgast fleiri og fleiri upplýsingar. Fleiri lesa þennan pistil af snjallsímanum í dag en lásu pistil minn fyrir ári á blaðsíðum Morgunblaðsins. Tækninni fleygir fram og […]

Ekki þessi sálfræðingur

Á Austurlandi starfar kona, af erlendu bergi brotin, við ræstingar. Hún er þó menntaður sálfræðingur frá sínu upprunaríki. Á kvöldin aðstoðar hún, í sjálfboðastarfi, pólskumælandi Íslendinga. Hún má ekki starfa við sína sérgrein á Íslandi þar sem hún uppfyllir ekki þau skilyrði sem til þarf hér á landi. Hún hefur kallað eftir upplýsingum um það […]

Frumkvöðlar í jafnrétti

Íslenskar konur lögðu niður störf haustið 1975, þegar 90% þeirra gengu út af vinnustöðum sínum eða heimilum til að vekja athygli á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Þær fóru fram á breytingar og gerðu kröfu um jafnrétti. Þær sýndu magnaða samstöðu og lömuðu íslenskt samfélag. Fyrir það náðu þær heimsathygli og engum duldist mikilvægi þeirra á […]

Fléttur og bleikar slaufur

Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern […]

Verðbólgan er stóra verkefnið

Umræðan um ríkisstjórnina síðustu daga hefur að mestu snúist um breytingu á ráðherrastólum, sem nú er búið að kynna. Slíkt vekur öllu jafna athygli, sem er eðlilegt. Það eru þó mikilvægari mál sem bíða okkar allra – og það er ríkisstjórnin meðvituð um. Helsta forgangsmál okkar er að ná tökum á verðbólgunni enda er hún […]

Fyrir Nínu

Móðuramma mín gaukaði nýlega að mér blaðaúrklippu frá 1984. Hún hefur geymt hana í nær fjörutíu ár vegna þess að í blaðinu var umfjöllun um dótturina sem hún missti, móður mína, Kristínu Steinarsdóttur kennara. Umfjöllunin var um það að nokkrir kennarar ætluðu sér að fara um landið til að gefa landsbyggðarfólki kost á að kynnast […]

Sömu tækifæri um allt land

Ísland eignaðist nýlega einhyrning, frumkvöðlafyrirtæki sem er metið á yfir einn milljarð bandaríkjadala. Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem nýtir sér auðlindir sjávar í þeim tilgangi að útbúa lækningavörur, var stofnað og byggt upp á Ísafirði og selt fyrir metfjárhæð. Kerecis hefði ekki byggst upp á Vestfjörðum ef þar væri ekki fyrir vel menntað fólk sem hefur umsjón […]

Framfaraskref fyrir háskóla og samfélagið

Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálanna er að sinna ekki aðeins verkefni dagsins í dag heldur að búa í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekki alltaf hvernig hún verður og hversu hratt hún kemur, en við vitum þó að hún kemur og við þurfum að vera undirbúin. Breytingarnar eru hraðar, þær eiga sér stað núna og þær […]